Steinunn G. Einarsdóttir, íbúi á Flateyri, náði myndum af flóðinu og má þar sjá hvernig flóðið náði upp á varnargarðinn.
Heiður Þórisdóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, staðfestir að það hafi fallið frekar stórt flóð úr Innra-Bæjargili. Ekki sé ljóst hvenær flóðið féll á garðinn en það hafi gerst í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær eða í nótt.
Þá hafi fleiri flóð fallið nærri þorpinu, síðast í morgun fyrir ofan Flateyrarveg. Þau flóð hafi þó ekki náð veginum.


