Leicester City liðið flaug til Varsjár í Póllandi þar sem liðið er að fara að spila við Legia Varsjá.
Iheanacho fékk ekki inngöngu í landið vegna einhverja vandamála með vegabréfsáritun hans og var því sendur aftur til baka til Bretlands.
Leicester City will be without Kelechi Iheanacho to play against Legia Warsaw tomorrow evening.
— BBC Sport Leicester (@BBCRLSport) September 29, 2021
Brendan Rodgers: "The paperwork didn t allow him to enter the country"
Iheanacho has now been forced to return back to England. pic.twitter.com/kdYHSkh6Yw
Iheanacho er nígerískur landsliðsmaður sem hefur spilað í Englandi frá því að hann kom í akademíu Manchester City í ársbyrjun 2015.
Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers staðfesti þetta og sagðist vonsvikinn að geta ekki notað framherjann í leik kvöldsins.
„Það var eitthvað vandamál hjá Kelechi og vegabréfsáritun hans dugði ekki. Pappírarnir hleyptu honum ekki inn í landið sem er óheppilegt. Við þurfum að skoða það betur þegar við komum til baka,“ sagði Brendan Rodgers.
„Því miður verður hann ekki með okkur í þessum leik sem er synd því ég hefði látið hann spila,“ sagði Rodgers.
NEWS | Leicester will be without Kelechi Iheanacho for their game against Legia Warsaw after he was denied entry into Poland... #LCFC #UEL https://t.co/YvNowjlPZx
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 29, 2021
Leicester gerði 2-2 jafntefli við Napoli í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í vetur og er því á eftir sínum fyrsta sigri. Legia vann á sama tíma 1-0 sigur á Spartak Moskvu en hefur aftur á móti tapað fjórum af fyrstu sjö deildarleikjunum heima fyrir.
Kelechi Iheanacho á enn eftir að skora í sex deildarleikjum og einum Evrópudeildarleik á þessu tímabili. Hann hefur komið inn á sem varamaður í öllum deildarleikjunum en byrjaði leikinn á móti Napoli og lagði upp annað mark Leicester í honum.