Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 09:31 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal á Old Trafford í gærkvöldi. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira