Erlent

Kennir stjórn Donald Trump um yfirtöku talíbana í Afganistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hershöfðinginn Frank McKenzie ræðir málefni Afganistan í gegnum fjarfundarbúnað.
Hershöfðinginn Frank McKenzie ræðir málefni Afganistan í gegnum fjarfundarbúnað. AP/Manuel Balce Ceneta

Einn af æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers sagði þingnefnd sem rannsakar nú brottflutning herliðsins frá Afganistan, að yfirtaka landsins af talíbönum og fall stjórnarhersins sé bein afleiðing af samkomulagi sem Trump stjórnin gerði í Doha í febrúar 2020.

Í því samkomulagi var því til að mynda lofað að Bandaríkjaher yrði að fullu farinn frá Afganistan í maí á þessu ári. 

Frank McKenzie hershöfðingi segir að þetta loforð hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir afganska herinn, ekki síst á sálarlíf hermannanna sem sáu fram á að þurfa að mæta talíbönum einir og án aðstoðar frá Bandaríkjunum. 

McKenzie sagði einnig fyrir þingnefndinni að hinn naglinn í kistuna hafi verið ákvörðun Joe Bidens núverandi forseta að fækka fyrr í herliðinu en áætlað hafði verið, það hafi orsakað hrun í stjórnkerfinu í Kabúl og innan hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×