Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 12:01 Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Vals með prýði síðustu ár en enginn virðist geta sagt með vissu að hann verði áfram hjá félaginu næsta sumar. vísir/bára Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira