Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 12:01 Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Vals með prýði síðustu ár en enginn virðist geta sagt með vissu að hann verði áfram hjá félaginu næsta sumar. vísir/bára Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þegar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2019 skrifaði hann undir samning við Val sem gilda átti í þrjú og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki uppsagnarákvæði í þessum samningi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þjálfarinn Heimir Guðjónsson og Hannes sjálfur hafa ekkert viljað tjá sig um framtíð Hannesar hjá félaginu. „Við erum bara að skoða leikmannamálin okkar og fara yfir stöðuna,“ sagði Heimir í stuttu spjalli við Vísi í dag, og vildi ekkert segja um það af hverju það virðist vera inni í myndinni að Hannes fari frá Val. Hannes sagði sjálfur við Fótbolta.net í vikunni að ekki næðist „í neinn niðri á Hlíðarenda“ og hann virðist því í óvissu um sína framtíð: „Ég er ekkert að fara að kommenta á það sem menn segja,“ sagði Heimir um þau ummæli markvarðarins. Hvorki Börkur né Heimir hafa heldur staðfest að hollenski markvörðurinn Guy Smit sé að koma til Vals frá Leikni eins og fullyrt hefur verið. Að minnsta kosti fimm leikmenn á förum Ljóst er að hvernig sem fer varðandi Hannes þá verður hreinsað til í leikmannahópi Vals eftir vonbrigðatímabil. Liðið endaði aðeins í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik gegn 1. deildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Valsmenn leika því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð, með tilheyrandi fjárhagslegu höggi. Fimm leikmenn eru samningslausir og munu samkvæmt upplýsingum Vísis yfirgefa Val. Þetta eru Daninn Christian Köhler, Svíinn Johannes Vall, Færeyingarnir Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnús Egilsson, auk Kristins Freys Sigurðssonar. Engum þeirra hefur verið boðinn nýr samningur. Aðspurður hvort ástæða væri til að gera miklar breytingar á Hlíðarenda svaraði Heimir: „Ef við metum bara stöðuna þá getum við sagt það að hlutirnir gengu ekki, sérstaklega í lokin á mótinu, eins og menn hefðu viljað. Þá er það þannig hjá öllum klúbbum að menn setjast niður og fara yfir málin, og hvað sé best að gera í stöðunni.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast