Hefja tökur í geimnum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 13:29 Yulia Peresild, Anton Shkaplerov og Klim Shipenko eru stödd í Baikonur í Kasakstan. Roscosmos Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum. Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira