Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 17:32 Maðurinn er ákærður fyrir alls átján liði en flestir snúa þeir að því að maðurinn hafi birt kynferðislegar myndir og myndbönd af fyrrverandi eiginkonu sinni á netinu. Getty/Vísir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent