Fimm mörk og tvö rauð spjöld er Spartak Moscow lagði Napoli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 19:01 Quincy Promes skoraði tvö mörk fyrir Spartak Moscow í kvöld. MB Media/Getty Images Í dag og kvöld eru leiknair alls 16 leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu og nú er átta þeirra lokið. Franska liðið Lyon vann öruggan 3-0 sigur gegn Brøndby frá Danmörku í A-riðli og Spartak Moscow vann góðan 3-2 sigur gegn Napoli í C-riðli svo eitthvað sé nefnt. Karl Toko Ekambi skoraði tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik fyrir Lyon áður en Houssem Aouar tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur. Lyon er á toppi A-riðils með sex stig eftir tvo leiki, tveim stigum fyrir ofan Sparta Prague sem vann góðan 1-0 sigur gegn Steven Gerrard og lærisveinum hans í Rangers í dag. Í B-riðli vann hollenska liðið PSV Eindhoven 4-1 sigur gegn Sturm Graz á sama tíma og Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli á móti Monaco. Rússneska liðið Spartak Moscow vann frækinn 3-2 sigur gegn Napoli frá Ítalíu í C-riðli þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Eljif Elmas kom Napoli í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins áður en liðsfélagi hans, Mario Rui, fékk beint rautt spjald eftir rétt tæplega hálftíma leik. Rússarnir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu með marki frá Quincy Promes áður en Mikhail Ignatov kom liðinu í 2-1 forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Maximiliano Caufriez fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 82. mínútu, og því var jafnt í liðum fyrir lokamínútur leiksins. Quincy Promes skoraði sitt annað mark á 90. mínútu, og tryggði þar með Spartak sigurinn. Victor Osimhen klóraði í bakkann á fjórðu mínútu uppbótartíma, og niðurstaðan því 3-2. Úrslit dagsins A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Karl Toko Ekambi skoraði tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik fyrir Lyon áður en Houssem Aouar tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur. Lyon er á toppi A-riðils með sex stig eftir tvo leiki, tveim stigum fyrir ofan Sparta Prague sem vann góðan 1-0 sigur gegn Steven Gerrard og lærisveinum hans í Rangers í dag. Í B-riðli vann hollenska liðið PSV Eindhoven 4-1 sigur gegn Sturm Graz á sama tíma og Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli á móti Monaco. Rússneska liðið Spartak Moscow vann frækinn 3-2 sigur gegn Napoli frá Ítalíu í C-riðli þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Eljif Elmas kom Napoli í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins áður en liðsfélagi hans, Mario Rui, fékk beint rautt spjald eftir rétt tæplega hálftíma leik. Rússarnir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu með marki frá Quincy Promes áður en Mikhail Ignatov kom liðinu í 2-1 forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Maximiliano Caufriez fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 82. mínútu, og því var jafnt í liðum fyrir lokamínútur leiksins. Quincy Promes skoraði sitt annað mark á 90. mínútu, og tryggði þar með Spartak sigurinn. Victor Osimhen klóraði í bakkann á fjórðu mínútu uppbótartíma, og niðurstaðan því 3-2. Úrslit dagsins A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38