Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. október 2021 16:36 Árásin átti sér stað í nóvember fyrir tæpum þremur árum í Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira