Farþegarnir þurftu svo að sitja í flugvélinni í meira en eina og hálfa klukkustund, þar til þau voru ferjuð á brott í rútum.
Farþegi um borð í flugvélinni, sagði í samtali við Vísi í gær, að hann taldi hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli á minni flugvél.
Sjá einnig: Farþegar biðu í tæpar tvær klukkustundir
Hann sagði að sér og öðrum farþegum hafi verið nokkuð brugðið þegar hreyflar vélarinnar voru settir í botn og tekið var á loft aftur.
Upptöku af því má sjá hér að neðan.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ákveðið hafi verið að notast við 737 MAX flugvél vegna þess hve fjölda bókana og vegna viðhalds á annarri flugvél. Því hafi tvö innanlandsflug verið sameinuð í eitt.
Eins og áður segir var ekki hægt að lenda í Reykjavík vegna veðurs og var þá flogið til Keflavíkur þar sem sá flugvöllur var skilgreindur sem varaflugvöllur fyrir þetta flug.
„Þegar þangað var komið, fór okkar fólk í að útvega rútur til að ferja fólkið til Reykjavíkur,“ segir Ásdís. „Það tók dálítinn tíma og þess vegna þurftu farþegarnir að bíða.“
Ásdís segir leiðinlegt að fólkið hafi þurft að bíða en vegna strangra öryggisreglna á alþjóðlegum flugvöllum sé ekki tekið á móti farþegum úr innanlandsflugi.