Ekki hægt að hleypa farþegunum út vegna öryggisreglna í flugstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 15:31 Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir leiðinlegt að fólkið hafi þurft að bíða en vegna strangra öryggisreglna á alþjóðlegum flugvöllum sé ekki tekið á móti farþegum úr innanlandsflugi. Vísir/Vilhelm Ekki var hægt að hleypa farþegum úr flugvél Icelandair sem lent var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna öryggiskrafna í flugstöðinni. Boeing 737 Max flugvél Icelandair frá Akureyri var beint til Keflavíkur eftir að ekki var hægt að lenda henni í Reykjavík vegna veðurs. Farþegarnir þurftu svo að sitja í flugvélinni í meira en eina og hálfa klukkustund, þar til þau voru ferjuð á brott í rútum. Farþegi um borð í flugvélinni, sagði í samtali við Vísi í gær, að hann taldi hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli á minni flugvél. Sjá einnig: Farþegar biðu í tæpar tvær klukkustundir Hann sagði að sér og öðrum farþegum hafi verið nokkuð brugðið þegar hreyflar vélarinnar voru settir í botn og tekið var á loft aftur. Upptöku af því má sjá hér að neðan. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ákveðið hafi verið að notast við 737 MAX flugvél vegna þess hve fjölda bókana og vegna viðhalds á annarri flugvél. Því hafi tvö innanlandsflug verið sameinuð í eitt. Eins og áður segir var ekki hægt að lenda í Reykjavík vegna veðurs og var þá flogið til Keflavíkur þar sem sá flugvöllur var skilgreindur sem varaflugvöllur fyrir þetta flug. „Þegar þangað var komið, fór okkar fólk í að útvega rútur til að ferja fólkið til Reykjavíkur,“ segir Ásdís. „Það tók dálítinn tíma og þess vegna þurftu farþegarnir að bíða.“ Ásdís segir leiðinlegt að fólkið hafi þurft að bíða en vegna strangra öryggisreglna á alþjóðlegum flugvöllum sé ekki tekið á móti farþegum úr innanlandsflugi. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira
Farþegarnir þurftu svo að sitja í flugvélinni í meira en eina og hálfa klukkustund, þar til þau voru ferjuð á brott í rútum. Farþegi um borð í flugvélinni, sagði í samtali við Vísi í gær, að hann taldi hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli á minni flugvél. Sjá einnig: Farþegar biðu í tæpar tvær klukkustundir Hann sagði að sér og öðrum farþegum hafi verið nokkuð brugðið þegar hreyflar vélarinnar voru settir í botn og tekið var á loft aftur. Upptöku af því má sjá hér að neðan. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ákveðið hafi verið að notast við 737 MAX flugvél vegna þess hve fjölda bókana og vegna viðhalds á annarri flugvél. Því hafi tvö innanlandsflug verið sameinuð í eitt. Eins og áður segir var ekki hægt að lenda í Reykjavík vegna veðurs og var þá flogið til Keflavíkur þar sem sá flugvöllur var skilgreindur sem varaflugvöllur fyrir þetta flug. „Þegar þangað var komið, fór okkar fólk í að útvega rútur til að ferja fólkið til Reykjavíkur,“ segir Ásdís. „Það tók dálítinn tíma og þess vegna þurftu farþegarnir að bíða.“ Ásdís segir leiðinlegt að fólkið hafi þurft að bíða en vegna strangra öryggisreglna á alþjóðlegum flugvöllum sé ekki tekið á móti farþegum úr innanlandsflugi.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira