Dagur Kár ekki með Grindavík í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 22:31 Dagur Kár mun leika á Spáni í vetur. Vísir/Bára Dröfn Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í efstu deild karla í körfubolta hér á landi í vetur þar sem hann hefur samið við spænska liðið Ourense Baloncesto. Hann segist spenntur fyrir vetrinum og telur þetta vera góða áskorun. Hinn 26 ára gamli Dagur Kár spilaði stórt hlutverk í liði Grindavíkur í fyrra. Spilaði hann alls 20 leiki með liðinu og skilaði 17 stigum, sjö stoðsendingum sem og þremur fráköstum að meðaltali í leik. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dagur Kár heldur í víking en hann lék um tíma í Austurríki með liðinu Raiffeisen Flyers Wels. Hann kom svo heim til Íslands árið 2019 og hefur leikið með Grindavík allar götur síðan. Dagur Kár semur við spænskt félagsliðDagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í vetur í Úrvalsdeild karla. Hann hefur samið við spænska félagið Club Ourense Baloncesto.Óskum Degi alls hins besta! https://t.co/g8FaBLpRXX— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) October 2, 2021 Ourense leikur í Leb Plata-deildinni á Spáni sem er þriðja efsta deild. Liðið var í næstefstu deild á síðustu leiktíð en féll, metnaðurinn ku hins vegar vera mikill samkvæmt Degi og er stefnan sett beint aftur upp. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og þetta verður góð áskorun fyrir mig. Er mjög þakklátur fyrir viðbrögð Grindvíkinga við þessari ákvörðun og einnig hversu vel mér hefur verið tekið þar síðustu ár,“ sagði Dagur Kár í viðtali við Karfan.is. Stöð 2 Sport mun halda áfram að sýna frá ACB-deildinni í körfubolta í vetur þar sem Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason leika til að mynda listir sínar. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Spænski körfuboltinn UMF Grindavík Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Dagur Kár spilaði stórt hlutverk í liði Grindavíkur í fyrra. Spilaði hann alls 20 leiki með liðinu og skilaði 17 stigum, sjö stoðsendingum sem og þremur fráköstum að meðaltali í leik. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dagur Kár heldur í víking en hann lék um tíma í Austurríki með liðinu Raiffeisen Flyers Wels. Hann kom svo heim til Íslands árið 2019 og hefur leikið með Grindavík allar götur síðan. Dagur Kár semur við spænskt félagsliðDagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í vetur í Úrvalsdeild karla. Hann hefur samið við spænska félagið Club Ourense Baloncesto.Óskum Degi alls hins besta! https://t.co/g8FaBLpRXX— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) October 2, 2021 Ourense leikur í Leb Plata-deildinni á Spáni sem er þriðja efsta deild. Liðið var í næstefstu deild á síðustu leiktíð en féll, metnaðurinn ku hins vegar vera mikill samkvæmt Degi og er stefnan sett beint aftur upp. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og þetta verður góð áskorun fyrir mig. Er mjög þakklátur fyrir viðbrögð Grindvíkinga við þessari ákvörðun og einnig hversu vel mér hefur verið tekið þar síðustu ár,“ sagði Dagur Kár í viðtali við Karfan.is. Stöð 2 Sport mun halda áfram að sýna frá ACB-deildinni í körfubolta í vetur þar sem Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason leika til að mynda listir sínar. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Spænski körfuboltinn UMF Grindavík Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira