Erlent

Fá Nóbels­verð­laun fyrir upp­götvanir sínar um jónarásir

Atli Ísleifsson skrifar
David Julius og Ardem Patapoutian eru nýir Nóbelsverðlaunahafar.
David Julius og Ardem Patapoutian eru nýir Nóbelsverðlaunahafar. Nóbelsverðlaunin

Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hafa hlotið Nóbelsverðlaun í lífefnafræði og læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu.

Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi hjá Karolinska-stofnuninni í morgun. Tilkynnt verður um nýja Nóbelsverðlaunahafa næstu daga.

Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að uppgötvanir þeirra Julius og Patapoutian hafi átt þátt í að auka skilning okkar flóknum samskiptum skynfæra okkar og umhverfisins, en viðtakar eru prótínbyggingar á frumum sem stýra viðbrögðum við áreiti.

Julius er lífefnafræðingur sem starfar sem prófessor við Kaliforníuháskóla, en hinn bandarísk-armenski Patapoutian er líffræðingur og taugasérfræðingur og starfar við Scripps-rannsóknarstofuna í Kaliforníu.

Ardem Patapoutian kom hingað til lands árið 2018 og flutti þá erindi í Fróða, fyrirlestrarsal í byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Þá vann hann með Eiríki Steingrímssyni, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, á doktorsnámsárum þeirra í UCLA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×