Yfirlýsing UNICEF vegna aðgerða stjórnvalda í Eþíópíu Heimsljós 4. október 2021 11:29 UNICEF Ákvörðun stjórnvalda í Eþíópíu um brottvísun fulltrúa UNICEF úr landi sorgleg að mati UNICEF. UNICEF hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda í Eþíópíu að vísa fulltrúa samtakanna og öðrum yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna, úr landi. Ákvörðunin er sögð bæði sorgleg og mikið áhyggjuefni, að því er segir í yfirlýsingunni. „UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur haft starfsstöð í Eþíópíu í rúm 60 ár og á þeim tíma unnið ötullega að því að auka og verja réttindi barna í landinu. Nú þegar aðstæður fólks í landinu versna, og börn bera þar mestan skaða af, er starf okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Við eru fullviss um að teymin sem starfa á vettvangi við að bjarga lífi barna vinni þar sem fyrr með hlutleysi, mannúð og sjálfstæði að leiðarljósi. Vinna okkar þar mun halda áfram. Okkar helsta og eina forgangsatriði er að styðja við börn sem á aðstoð þurfa að halda, hvar svo sem þau eru.“ Stjórnvöld í Eþíópíu tilkynntu fyrir helgi að sjö yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna í landinu, meðal annars frá UNICEF, hefði verið vísað úr landi fyrir „afskiptasemi að innanríkismálum.“ „Það var gert í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir áhyggjum af því að vegatálmar stjórnvalda hindruðu nauðsynlegt hjálparstarf í landinu og ógnuðu fæðuöryggi hundruð þúsunda í Tigray-héraði. Mikil átök í norðurhluta Eþíópíu að undanförnu og mannúðarkrísa sem þeim hefur fylgt, hefur vakið hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu,“ segir í frétt UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
UNICEF hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda í Eþíópíu að vísa fulltrúa samtakanna og öðrum yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna, úr landi. Ákvörðunin er sögð bæði sorgleg og mikið áhyggjuefni, að því er segir í yfirlýsingunni. „UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur haft starfsstöð í Eþíópíu í rúm 60 ár og á þeim tíma unnið ötullega að því að auka og verja réttindi barna í landinu. Nú þegar aðstæður fólks í landinu versna, og börn bera þar mestan skaða af, er starf okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Við eru fullviss um að teymin sem starfa á vettvangi við að bjarga lífi barna vinni þar sem fyrr með hlutleysi, mannúð og sjálfstæði að leiðarljósi. Vinna okkar þar mun halda áfram. Okkar helsta og eina forgangsatriði er að styðja við börn sem á aðstoð þurfa að halda, hvar svo sem þau eru.“ Stjórnvöld í Eþíópíu tilkynntu fyrir helgi að sjö yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna í landinu, meðal annars frá UNICEF, hefði verið vísað úr landi fyrir „afskiptasemi að innanríkismálum.“ „Það var gert í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir áhyggjum af því að vegatálmar stjórnvalda hindruðu nauðsynlegt hjálparstarf í landinu og ógnuðu fæðuöryggi hundruð þúsunda í Tigray-héraði. Mikil átök í norðurhluta Eþíópíu að undanförnu og mannúðarkrísa sem þeim hefur fylgt, hefur vakið hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu,“ segir í frétt UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent