Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 09:00 Sif Atladóttir hefur leikið 82 A-landsleiki og stefnir á sitt fjórða stórmót á EM í Englandi næsta sumar. vísir/bára Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“ Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti