Frá miðnætti hafa engir skjálftanna náð þremur að stærð, sá stærsti kom klukkan 5:30 í morgun og var 2,5 stig að stærð.
Síðasti stóri skjálftinn, sem náði þremur stigum eða meira kom um 16:15 í gær og mældist hann 3,5 stig.
Skjálftahrina hófst 27. september suðvestur af Keili og eru skjálftarnir staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist fyrr á árinu leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall.