Segir leikinn í kvöld hjálpa landsliðinu eftir tíu ár og rifjar upp sögu frá Hvolsvelli Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 13:01 Leikmenn Breiðabliks eru fyrirmyndir fyrir stelpur sem gætu tekið við af þeim sem landsliðskonur í framtíðinni. Hér eru Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir, Taylor Ziemer og fleiri á æfingu í gær. VÍSIR/VILHELM Ætli verðandi fulltrúar Íslands á HM 2031 í fótbolta verði meðal áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld? Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er í það minnsta sannfærður um að leikir Breiðabliks við PSG, Real Madrid og Kharkiv hjálpi íslenska kvennalandsliðinu í framtíðinni. Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira