Eftirlitsvélmenni á götum Singapúr: „Þetta minnir á Robocop“ Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 12:02 Vélmennin sem yfirvöld í Singapúr sendu út á götur borgarinnar fyrir skemmstu vöktu nokkurn óhug. Sumum þykir þau minna óþyrmilega á kvikmyndirnar um Robocop. Nýjasta útspil yfirvalda í Singapúr til að tryggja löghlýðni og prúðmennsku á götum borgarinnar eru sjálfstýrð vélmenni sem aka um og áminna fólk sem sýnir af sér „óæskilega“ hegðun. Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar. Singapúr Mannréttindi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar.
Singapúr Mannréttindi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent