Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 75-71 | Naumur sigur heimakvenna í Grafarvogi Dagur Lárusson skrifar 6. október 2021 19:55 Dagný Lísa Davíðsdóttir og félögum í Fjölni er spáð þriðja sætinu í deildinni. Vísir/Vilhelm Fjölnir fór með sigur af hólmi gegn Breiðablik í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta kvenna í kvöld en lokatölur voru 75-71 Fyrir tímabilið var Fjölni spáð þriðja sæti deildarinnar en Breiðablik var spáð sjötta sætinu. Í fyrra endaði Fjölnir í fjórða sæti deildarinnar á meðan Breiðablik endaði sæti neðar. Það var Fjölnir sem byrjaði leikinn mikið betur og komst í 7-0 fyrstu áður en Blikar skoruðu sitt fyrsta stig. Þessar fyrstu mínútur leiksins gáfu tóninn fyrir leikinn. Þegar fyrstu leikhluti var liðinn var staðan 19-17 en Blikar tóku við sér á lokamínútum leikhlutans. Blikar náðu að jafna leikinn í öðrum leikhluta og fengu síðan tækifæri til þess að komast í forystu en fóru á mis við það og í kjölfarið tók Fjölnir aftur forystuna. Staðan í hálfleik var 39-31. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið kepptust við að keyra hratt og náðu bæði lið að setja niður nokkrar körfur. Fjölnir var alltaf nokkrum stigum á undan en náði aldrei almennilega að hrista Blikana af sér þó svo að á tímabili hafa munurinn á liðunum verið kominn yfir tíu stig. Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum var fimm stiga munur og Breiðblik átti því ennþá möguleika. Fjölnir spilaði þó þá mínútu einstaklega vel og náði að lokum að innsigla sigurinn og lokatölur voru 75-71. Af hverju vann Fjölnir? Fjölnir sýndi betri spilamennsku í heildina en Breiðablik fékk samt sem áður nokkur færi til þess að taka forystuna í leiknum. Þau færi fóru þó forgörðum og voru þjálfarar Breiðablik eflaust ekki sáttir með það. Hefðu Blikar nýtt sér þau tækifæri hefðu lokaniðurstaðan eflaust verið önnur því eins og Halldór, þjálfari Fjölnis, sagði í viðtali eftir leik þá átti hans lið alls ekki sinn besta dag. Hverjar stóðu upp úr? Þær Dagný Lísa, Sanja Orozovic, Ciani Cryor voru bestar í liði Fjölnis en Ciani var stigahæst með 21 stig. Iva Georgieva var síðan stigahæst í liði Blika með 22 stig og því stigahæst í leiknum. Hvað fór illa? Þau færi sem Blikar fengu til þess að taka forystuna og um leið frumkvæðið í leiknum fóru forgörðum. Hefði það ekki gerst hefði niðurstaða leiksins eflaust verið önnur. Í eitt skiptið var staðan jöfn og Birgit Ósk fékk boltann og í stað þess að róa leikinn niður og fara í kerfi þá ákvað hún frekar að hlaupa upp völlinn og reyna skot úr erfiðu færi sem fór ekki niður. Þjálfarar Breiðabliks voru ekki sáttir með til dæmis það atvik enda hefði það getað verið ákveðinn vendipunktur í leiknum fyrir Breiðablik. Bjarni: Stoltur af stelpunum Ívar Ásgrímsson var fjarri góðu gamni á hliðarlínunni í kvöld og þess vegna var það Bjarni, styrktarþjálfari liðsins, sem stýrði liðinu í kvöld. „Mín fyrstu viðbrögð eftir leik eru einfaldlega þau að ég er rosalega stoltur af stelpunum hvernig þær spiluðu í kvöld miðað við allt mótlæti síðustu daga. Þær auðvitað missa þjálfara sinn út nokkrum dögum fyrir mót og ég stýri þeim í þessum leik en er í raun ráðinn sem styrktarþjálfari, og svo vorum við með einn stjórnarmann á bekknum líka. Þannig þetta var í rauninni alltaf Fjölnis að vinna þannig ég er stoltur af stelpunum,“ byrjaði Bjarni á að segja. „Varðandi spilamennsku þá fannst mér við spila ágætlega. Við lögðum það upp fyrir leikinn að við ætluðum að reyna að hægja aðeins á þeim því þær eru með lið sem vilja sækja hratt og skjóta þristum og mér fannst við gera það ágætlega. Við héldum þeim í 75 stigum, undir 80 stigum og mér finnst það bara vera mjög gott.“ Ísabella Ósk fór meidd af velli um miðbik seinni hálfleiksins en Bjarni vildi meina að það hafi auðvitað skipt sköpum fyrir liðið. „Já auðvitað. Ísabella er máttarstólpinn í þessu liði, miðjan okkar, þannig auðvitað skipti það miklu máli þegar við misstum hana af velli. En svo er það auðvitað bara leiðinlegt fyrir hana að detta út í meiðsli því hún er nýkomin úr meiðslum,“ endaði Bjarni á að segja. Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Fjölnir fór með sigur af hólmi gegn Breiðablik í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta kvenna í kvöld en lokatölur voru 75-71 Fyrir tímabilið var Fjölni spáð þriðja sæti deildarinnar en Breiðablik var spáð sjötta sætinu. Í fyrra endaði Fjölnir í fjórða sæti deildarinnar á meðan Breiðablik endaði sæti neðar. Það var Fjölnir sem byrjaði leikinn mikið betur og komst í 7-0 fyrstu áður en Blikar skoruðu sitt fyrsta stig. Þessar fyrstu mínútur leiksins gáfu tóninn fyrir leikinn. Þegar fyrstu leikhluti var liðinn var staðan 19-17 en Blikar tóku við sér á lokamínútum leikhlutans. Blikar náðu að jafna leikinn í öðrum leikhluta og fengu síðan tækifæri til þess að komast í forystu en fóru á mis við það og í kjölfarið tók Fjölnir aftur forystuna. Staðan í hálfleik var 39-31. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið kepptust við að keyra hratt og náðu bæði lið að setja niður nokkrar körfur. Fjölnir var alltaf nokkrum stigum á undan en náði aldrei almennilega að hrista Blikana af sér þó svo að á tímabili hafa munurinn á liðunum verið kominn yfir tíu stig. Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum var fimm stiga munur og Breiðblik átti því ennþá möguleika. Fjölnir spilaði þó þá mínútu einstaklega vel og náði að lokum að innsigla sigurinn og lokatölur voru 75-71. Af hverju vann Fjölnir? Fjölnir sýndi betri spilamennsku í heildina en Breiðablik fékk samt sem áður nokkur færi til þess að taka forystuna í leiknum. Þau færi fóru þó forgörðum og voru þjálfarar Breiðablik eflaust ekki sáttir með það. Hefðu Blikar nýtt sér þau tækifæri hefðu lokaniðurstaðan eflaust verið önnur því eins og Halldór, þjálfari Fjölnis, sagði í viðtali eftir leik þá átti hans lið alls ekki sinn besta dag. Hverjar stóðu upp úr? Þær Dagný Lísa, Sanja Orozovic, Ciani Cryor voru bestar í liði Fjölnis en Ciani var stigahæst með 21 stig. Iva Georgieva var síðan stigahæst í liði Blika með 22 stig og því stigahæst í leiknum. Hvað fór illa? Þau færi sem Blikar fengu til þess að taka forystuna og um leið frumkvæðið í leiknum fóru forgörðum. Hefði það ekki gerst hefði niðurstaða leiksins eflaust verið önnur. Í eitt skiptið var staðan jöfn og Birgit Ósk fékk boltann og í stað þess að róa leikinn niður og fara í kerfi þá ákvað hún frekar að hlaupa upp völlinn og reyna skot úr erfiðu færi sem fór ekki niður. Þjálfarar Breiðabliks voru ekki sáttir með til dæmis það atvik enda hefði það getað verið ákveðinn vendipunktur í leiknum fyrir Breiðablik. Bjarni: Stoltur af stelpunum Ívar Ásgrímsson var fjarri góðu gamni á hliðarlínunni í kvöld og þess vegna var það Bjarni, styrktarþjálfari liðsins, sem stýrði liðinu í kvöld. „Mín fyrstu viðbrögð eftir leik eru einfaldlega þau að ég er rosalega stoltur af stelpunum hvernig þær spiluðu í kvöld miðað við allt mótlæti síðustu daga. Þær auðvitað missa þjálfara sinn út nokkrum dögum fyrir mót og ég stýri þeim í þessum leik en er í raun ráðinn sem styrktarþjálfari, og svo vorum við með einn stjórnarmann á bekknum líka. Þannig þetta var í rauninni alltaf Fjölnis að vinna þannig ég er stoltur af stelpunum,“ byrjaði Bjarni á að segja. „Varðandi spilamennsku þá fannst mér við spila ágætlega. Við lögðum það upp fyrir leikinn að við ætluðum að reyna að hægja aðeins á þeim því þær eru með lið sem vilja sækja hratt og skjóta þristum og mér fannst við gera það ágætlega. Við héldum þeim í 75 stigum, undir 80 stigum og mér finnst það bara vera mjög gott.“ Ísabella Ósk fór meidd af velli um miðbik seinni hálfleiksins en Bjarni vildi meina að það hafi auðvitað skipt sköpum fyrir liðið. „Já auðvitað. Ísabella er máttarstólpinn í þessu liði, miðjan okkar, þannig auðvitað skipti það miklu máli þegar við misstum hana af velli. En svo er það auðvitað bara leiðinlegt fyrir hana að detta út í meiðsli því hún er nýkomin úr meiðslum,“ endaði Bjarni á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti