„Erum ekki komnar á þennan stað til að leika okkur gegn þessum liðum heldur sækja stig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:20 Ásta Eir Árnadóttir á ferðinni í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Frammistaða Breiðabliks gegn Paris Saint-Germain kom fyrirliðanum Ástu Eiri Árnadóttur ekki á óvart. Blikar spiluðu stórvel en urðu að játa sig sigraðar, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
„Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30