Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2021 09:00 Þetta er vandasamt verk, og ekki fyrir hvern sem er. Vísir/Tryggvi Páll Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. Grisjunin er hluti af vinnu við að tengja heita vatnið sem rennur úr Vaðlaheiðargöngnum við Skógarböðin nýju sem nú er verið að reisa. Jafnframt á að leggja kaldavatnslögn úr göngunum. Ofan á þetta allt saman kemur göngustígur frá göngunum að Skógarböðunum, þvert í gegnum Vaðlaskóg. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er afar stoltur af Vaðlaskógi.Vísir/Tryggvi. „Við erum í rauninni að leggja tveggja kílómeters langan stíg eftir endilöngum skóginum. Við þurfum að höggva mikið af skógi og það er alveg meira en að segja það,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, elsta skógræktarfélagi landsins. Ræktaður upp frá engu og geymir skógræktarsöguna Vaðlaskógur á sér merka sögu sem rakin er til ársins 1936 eins og lesa má um á vef Skógræktarfélagsins. Margir kannast við skóginn, enda er hann augljós hverjum sem horfir á Vaðlaheiðina frá Akureyri, auk þess sem að þjóðvegur 1, að Vaðlaheiðargöngunum, liggur í gegnum skóginn. Þarna var hins vegar ekkert nema bersvæði þegar skógræktin hófst. „Forverar mínir byrjuðu hérna fyrir 85 árum að planta í þennan skóg, þú getur lesið allra skógræktarsögu Íslands. Hér voru prófaðar alls konar trjátegundir. Sumar drápust strax, aðrar urðu góðar. Sumt var bara hægt að rækta en annað er partur af því sem unnið er með í dag,“ segir Ingólfur sem er stoltur af skóginum. Fjallað var um skógarhöggið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Horfa má á fréttina hér fyrir neðan. Það liggur því beint við að spyrja Ingólf hvort hann muni ekki sjá eftir trjánum sem þurfa að víkja? „Maður þarf að vega og meta hvað maður fær í staðinn. Við fáum frábæran útivistarstíg með góðu aðgengi. Jújú, ég sé eftir trjánum en stígar eru líka verðmætir í skógum,“ segir hann eftir nokkra umhugsun. Skautað framhjá sjaldgæfum trjám Vandað er til verka. Áður en skógarhöggsmennirnir mættu á svæðið í vikunni fór Johan Holst, skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði, um svæðið og setti niður GPS-punkta sem stígurinn mun elta. Horfði hann meðal annars til þess að vernda sjaldgæfar trjátegundir á svæðinu. Ganga þarf vel frá trjánum sem falla til, svo hægt sé að nýta sem mest.Vísir/Tryggvi „Við erum búin að mæla fyrir þessum stíg lengi. Það er búið að liggja yfir hönnun talsvert mikið. Síðan er þessi keðja, að fella trén, það er ekkert sama hvernig það er gert. Við erum að vinna með há tré sem er hættulegt, menn þurfa að kunna til verka. Síðan er þetta dýr framkvæmd að höggva og mikilvægt að gera það vel,“ segir Ingólfur en í myndbandinu hér að ofan má sjá að sum af trjánum sem þurfa að víkja eru í hærri kantinum. Allt nýtt sem fellur til Vösk sveit tíu skógarhöggsmanna er á svæðinu til að fella þau tré sem standa þar sem stígurinn á að koma. Ingólfur kallar þetta landslið skógarhöggsmanna á Íslandi og fagnar hann því að stéttin sé að sækja í sig veðrið á nýjan leik eftir erfiðleika hjá henni í kjölfar hrunsins árið 2008. Og það fer lítið sem ekkert til spillis. Skógarhöggsmennirnir vinna vinnuna þannig að hægt sé að nýta sem mest af trjánum sem verða felld. Ingólfur ásamt einum af liðsmanni Skógarmanna ehf, sem sinna grisjuninni.Vísir/Tryggvi „Við notum þetta allt saman, kurlum greinar og annað en svo eigum við dásamlegan efnivið til að smíða úr. Eitthað förum við með og vinnum almennt en einhverjum skilum við í skóginn aftur, smíða bekki og borð og eitthvað sem að verður eftir hér,“ segir Ingólfur. Trén sem eftir standa græða á grisjuninni Ingólfur reiknar með að hans menn verði á staðnum í um þrjár vikur. Þá verður búið að móta leið fyrir stórvirkari vinnuvélar til að leggja leiðslurnar og útbúa stíginn. Eftir mun þá standa göngustígur í rótgrónum og merkum skóg, sem mun auðvelda allt aðgengi að skóginum fyrir alla sem þangað vilja sækja. Líklegt er að sem flestir muni njóta góðs af hinum nýja stíg, ekki síst trén sem eftir standa. „Þetta hjálpar okkur mikið til við hirðingu skógarins að grisja skóg og þau tré sem eftir standa einfaldlega verða betri.“ Skógrækt og landgræðsla Samgöngur Akureyri Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Sundlaugar Umhverfismál Tengdar fréttir Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Grisjunin er hluti af vinnu við að tengja heita vatnið sem rennur úr Vaðlaheiðargöngnum við Skógarböðin nýju sem nú er verið að reisa. Jafnframt á að leggja kaldavatnslögn úr göngunum. Ofan á þetta allt saman kemur göngustígur frá göngunum að Skógarböðunum, þvert í gegnum Vaðlaskóg. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er afar stoltur af Vaðlaskógi.Vísir/Tryggvi. „Við erum í rauninni að leggja tveggja kílómeters langan stíg eftir endilöngum skóginum. Við þurfum að höggva mikið af skógi og það er alveg meira en að segja það,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, elsta skógræktarfélagi landsins. Ræktaður upp frá engu og geymir skógræktarsöguna Vaðlaskógur á sér merka sögu sem rakin er til ársins 1936 eins og lesa má um á vef Skógræktarfélagsins. Margir kannast við skóginn, enda er hann augljós hverjum sem horfir á Vaðlaheiðina frá Akureyri, auk þess sem að þjóðvegur 1, að Vaðlaheiðargöngunum, liggur í gegnum skóginn. Þarna var hins vegar ekkert nema bersvæði þegar skógræktin hófst. „Forverar mínir byrjuðu hérna fyrir 85 árum að planta í þennan skóg, þú getur lesið allra skógræktarsögu Íslands. Hér voru prófaðar alls konar trjátegundir. Sumar drápust strax, aðrar urðu góðar. Sumt var bara hægt að rækta en annað er partur af því sem unnið er með í dag,“ segir Ingólfur sem er stoltur af skóginum. Fjallað var um skógarhöggið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Horfa má á fréttina hér fyrir neðan. Það liggur því beint við að spyrja Ingólf hvort hann muni ekki sjá eftir trjánum sem þurfa að víkja? „Maður þarf að vega og meta hvað maður fær í staðinn. Við fáum frábæran útivistarstíg með góðu aðgengi. Jújú, ég sé eftir trjánum en stígar eru líka verðmætir í skógum,“ segir hann eftir nokkra umhugsun. Skautað framhjá sjaldgæfum trjám Vandað er til verka. Áður en skógarhöggsmennirnir mættu á svæðið í vikunni fór Johan Holst, skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði, um svæðið og setti niður GPS-punkta sem stígurinn mun elta. Horfði hann meðal annars til þess að vernda sjaldgæfar trjátegundir á svæðinu. Ganga þarf vel frá trjánum sem falla til, svo hægt sé að nýta sem mest.Vísir/Tryggvi „Við erum búin að mæla fyrir þessum stíg lengi. Það er búið að liggja yfir hönnun talsvert mikið. Síðan er þessi keðja, að fella trén, það er ekkert sama hvernig það er gert. Við erum að vinna með há tré sem er hættulegt, menn þurfa að kunna til verka. Síðan er þetta dýr framkvæmd að höggva og mikilvægt að gera það vel,“ segir Ingólfur en í myndbandinu hér að ofan má sjá að sum af trjánum sem þurfa að víkja eru í hærri kantinum. Allt nýtt sem fellur til Vösk sveit tíu skógarhöggsmanna er á svæðinu til að fella þau tré sem standa þar sem stígurinn á að koma. Ingólfur kallar þetta landslið skógarhöggsmanna á Íslandi og fagnar hann því að stéttin sé að sækja í sig veðrið á nýjan leik eftir erfiðleika hjá henni í kjölfar hrunsins árið 2008. Og það fer lítið sem ekkert til spillis. Skógarhöggsmennirnir vinna vinnuna þannig að hægt sé að nýta sem mest af trjánum sem verða felld. Ingólfur ásamt einum af liðsmanni Skógarmanna ehf, sem sinna grisjuninni.Vísir/Tryggvi „Við notum þetta allt saman, kurlum greinar og annað en svo eigum við dásamlegan efnivið til að smíða úr. Eitthað förum við með og vinnum almennt en einhverjum skilum við í skóginn aftur, smíða bekki og borð og eitthvað sem að verður eftir hér,“ segir Ingólfur. Trén sem eftir standa græða á grisjuninni Ingólfur reiknar með að hans menn verði á staðnum í um þrjár vikur. Þá verður búið að móta leið fyrir stórvirkari vinnuvélar til að leggja leiðslurnar og útbúa stíginn. Eftir mun þá standa göngustígur í rótgrónum og merkum skóg, sem mun auðvelda allt aðgengi að skóginum fyrir alla sem þangað vilja sækja. Líklegt er að sem flestir muni njóta góðs af hinum nýja stíg, ekki síst trén sem eftir standa. „Þetta hjálpar okkur mikið til við hirðingu skógarins að grisja skóg og þau tré sem eftir standa einfaldlega verða betri.“
Skógrækt og landgræðsla Samgöngur Akureyri Svalbarðsstrandarhreppur Eyjafjarðarsveit Sundlaugar Umhverfismál Tengdar fréttir Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48