Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2021 12:25 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34
Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42
Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00