Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 22:36 Brynja segir að farið sé að rigna inn í öll herbergi á efstu hæðinni. aðsend „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. „Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“ Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
„Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“
Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira