Enginn þeirra slasaðist alvarlega en atvikið er talið alvarlegt, ekki síst í ljósi deilna um svæðið.
Kínverjar hafa verið að gera sig æ meira gildandi á Suður-Kínahafi og hafa þjóðir í nágrenninu kvartað undan framferði þeirra ítrekað.
Bandaríkjamenn, sem hingað til hafa verið helsta herveldið á svæðinu, hafa tekið undir þá gagnrýni.
Kafbáturinn var á leiðinni til Gvam, sem lýtur stjórn Bandaríkjanna, þegar áreksturinn varð.
Kjarnaofn kafbátsins varð ekki fyrir skemmdum og er báturinn enn í siglingahæfu ástandi en verið er að meta skemmdirnar að sögn varnarmálaráðuneytisins.