Innlent

Aðeins átta skjálftar við Keili frá miðnætti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sérfræðingar segja mögulegt að kvika sé að leita leiðar upp á yfirborðið.
Sérfræðingar segja mögulegt að kvika sé að leita leiðar upp á yfirborðið. Vísir/RAX

Aðeins átta jarðskjálftar eru skráðir í grennd við Keili frá miðnætti á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn var 2,8 stig, rétt fyrir klukkan tvö í nótt. 

Aðrir hafa verið mun minni og sá síðasti til að fara yfir tvö stig þar á undan kom um sexleytið í gær. 

Skjálftahrina hófst á svæðinu 27. september síðastliðinn og síðan þá hafa rúmlega 8.800 skjálftar hafa mælst við Keili. 

Sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi og að mögulega sé hún að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×