Undarleg hefð Andy Murray kom honum næstum því í mikil vandræði hjá konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 09:30 Andy Murray sýndi hringinn og skóna á Instagram síðu sinni. Instagram/@andymurray Tenniskappinn Andy Murray er búinn að fá aftur skóna sína sem hafði verið stolið frá honum í gær. Það voru þó ekki skórnir sem voru aðalmálið heldur hvað hékk í reimunum á þeim. Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni. Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Sjá meira
Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni.
Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Sjá meira