Undarleg hefð Andy Murray kom honum næstum því í mikil vandræði hjá konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 09:30 Andy Murray sýndi hringinn og skóna á Instagram síðu sinni. Instagram/@andymurray Tenniskappinn Andy Murray er búinn að fá aftur skóna sína sem hafði verið stolið frá honum í gær. Það voru þó ekki skórnir sem voru aðalmálið heldur hvað hékk í reimunum á þeim. Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni. Tennis Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni.
Tennis Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira