„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. október 2021 08:00 Systkinin Sigurður, Kristín, Olga og Jóna Björk Gíslabörn standa hér í í réttri aldursröð þar sem Sigurður er elstur en Jóna yngst. Systkinin eiga og starfa saman í Garðheimum, fyrirtækinu sem foreldrar þeirra stofnuðu á sínum tíma. Vísir/Vilhelm „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. Systkinin eiga fyrirtækið saman en Sigurður segir í raun ótrúlegt að þar starfi þau öll. ,,Við erum með ólíkan bakgrunn og störfuðum í öðru. En mamma og pabbi sóttu hart að okkur að taka við fyrirtækinu. Það var alltaf draumurinn þeirra.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu fjölskyldufyrirtækisins Garðheima, en það er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mati Creditinfo. Á sjóinn 14 ára Foreldrar systkinanna eru Gísli Sigurðsson og Jónína Sigríður Lárusdóttir. Gísli er fæddur árið 1944 en Jónína árið 1947. „Pabbi er alinn upp í Hrísey. Einn daginn tilkynnti hann að hann væri búinn að ráða sig sem messagutti á millilandaskip og færi daginn eftir. Þá var hann 14 ára,“ segir Kristín. Gísli þekkti þó sjóinn vel strax þá, alinn upp við sjómennsku og einn af afkomendum Hákarla-Jörundar í Hrísey. Jónína ólst hins vegar upp í Hafnarfirði og starfaði sem ritari þar til barneignir tóku við. Sigurður er þar elstur, fæddur árið 1966. Næst á eftir er Kristín Helga, fædd árið 1969, síðan Olga Björney fædd árið 1970 og loks Jóna Björk árið 1978. „Pabbi starfaði lengi sem tæknimaður á RÚV og síðar Stöð 2 þar sem hann endaði sem rekstrarstjóri,“ segir Kristín. Hjónin fóru í ýmsan rekstur. Ráku sjoppu um tíma, matvöruverslunina Langholtsval og í þó nokkur ár tískufataverslunina Viktoríu. Jónína sá um þann rekstur enda mikil áhugamanneskja um tísku og fatnað. „Þannig að maður byrjaði snemma að hjálpa til. Raða í hillur í Langholtsvali og svona,“ segir Olga. Frumkvöðlar í garðinum Sameiginlegt áhugamál Gísla og Jónínu var garðurinn og þótt það væri nánast óþekkt á þeim tíma, ræktuðu hjónin bæði ávexti og grænmeti. „Baunir, jarðaber, plómur, perur, epli og hindber,“ þylja systkinin upp sem dæmi. Ég vill meina að hindberjabeðið hans pabba hafi verið með þeim stærri á landinu. Hann hafði svo mikið yndi af því að rækta ávexti, ber og grænmeti og fór svo í bíltúra að gefa fjölskyldu og vinum af uppskeru sinni,“ segir Jóna. Að rækta garðinn átti bæði við heima fyrir og við sumarbústað fjölskyldunnar. Á báðum æskuheimilum, í Hafnarfirði og síðar í Hvannhólma í Kópavogi, var gróðurhús, gróðurkassar fyrir grænmeti og alls kyns ávaxtatré. Við sumarbústaðinn eru matjurtar og ávaxtabeð, ásamt rósa- og trjárækt og fleira. „Enda vissi pabbi alltaf hvað væri hægt að rækta á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi því hann var alltaf að prófa einhverja ræktun sem ýmist virkaði eða virkaði ekki, oft eftir því hvar var,“ segir Kristín. Fjölskyldan flutti í Hvannhólma í Kópavogi árið 1977 en þá var svæðið þar allt í órækt. Sigurður rifjar upp þá tíma. „Ég held ég sé bólusettur fyrir erfiðisvinnu því ég man vel eftir vinnunni sem fylgdi því að gera allt klárt fyrir garðinn frá grunni og það aðeins með skóflu og haka!“ segir Sigurður og brosir. Þannig hafi hann fengið aukinn áhuga á tækjum og vélum til að létta garðvinnuna og hefur sinnt þeim málum töluvert hjá fyrirtækinu. Þá rifja systkinin upp fjölskyldubíltúrana, en þeir gengu út á að keyra út um allt til að skoða garða. Stofnendur Garðheima eru hjónin Gísli Sigurðsson og Jónína Sigríður Lárusdóttir en allt hófst þetta þegar þau keyptu verslun Sölufélags garðyrkjumanna sem þá var til húsa á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar ráku þau verslunina undir nafninu Gróðurvörur. Á þessari mynd eru þau önnum kafin við að undirbúa opnun Garðheima sem þau opnuðu árið 1999. Vísir/Vilhelm Helgin þegar allt breyttist Árið 1991 keyptu hjónin verslun Sölufélags garðyrkjumanna sem þá var til húsa á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar ráku þau verslunina undir nafninu Gróðurvörur. Aðdragandinn var ekki langur enda segja systkinin kaupin nánast hafa gengið í gegn á einni helgi. Þannig var að Gísli fær símtal frá manni sem þau hjónin könnuðust við. Sá spurði hvort þau hefðu áhuga á að kaupa verslun Sölufélags garðyrkjumanna því rekstur félagsins væri tæpur og hugmyndin væri að rétta úr kútnum með því að selja þessa einingu frá sér. Gísli og Jónína ákváðu að láta slag standa. Það voru ekki allir sáttir við þessi kaup því þetta var bændaverslun og umdeilt af sumum að selja hana til einkaaðila. Í búðina vantaði líka margt. Þar var til dæmis engin skrifstofa og ég var kallaður inn til að setja upp tölvukerfi,“ segir Sigurður. Stóra áskorunin sem við blasti var þó þessi: Hvernig var hægt að breyta rekstrinum þannig að hann bæri sig á ársgrundvelli en ekki aðeins yfir stuttan tíma á sumrin? Að upplifa og njóta Garðáhugi hjónanna hafði leitt þau á ýmsa staði. Meðal annars höfðu þau skoðað margar garðyrkjumiðstöðvar (e. garden center) í Evrópu og því varð framtíðarsýnin snemma sú að byggja upp garðyrkjumiðstöð að erlendri fyrirmynd. „Í þessum garðyrkjumiðstöðvum kemur fólk til að staldra við lengi, upplifa og njóta og þótt mamma og pabbi hafi lengi horft til fyrirmynda í Bretlandi, höfum við systkinin horft meira til Hollands síðustu árin,“ segir Jóna. Fyrsta skrefið til að láta drauminn rætast var húsnæðið sem ráðist var í að byggja að Stekkjarbakka 6. Þar opnuðu Garðheimar 2.desember árið 1999. „Það var allt á síðustu stundu í framkvæmdum við húsið,“ segir Sigurður og Kristín bætir við: „Já vörurnar voru bara geymdar í gámum hérna fyrir utan.“ Nóttina fyrir opnun voru allir kallaðir til: Frændur, frænkur, börn, tengdabörn og aðrir vinir og vandamenn. Allir fóru í að bera vörur inn í verslun og gera klárt fyrir morguninn eftir. Gísli Pabbi með Tómasi Árna, dóttursyni sínum, þegar hafist var handa við að grafa fyrir Garðheimum.Vísir/Vilhelm Frá upphafi hafa jólaseríur og jólaljós verið lykilatriði í að byggja upp söluvertíð sem ekki tengist sumrinu. Síðar bættust við áherslur tengdar páskum, fermingum og öðru. „Mamma var ótrúlega sniðug í að hugsa alls kyns viðburði eins og allt fyrir brúðkaupið, blómasýningar, tískusýningar, konukvöld og fleira,“ segir Jóna.Þá eru hundakynningar reglulega í Garðheimum en það að bæta við gæludýravörum í verslunina var liður í því að byggja upp reksturinn sem heilsársrekstur. Krepputímar: Bankahrun og Covid Fyrirtækið stækkaði og jók umsvif sín en eins og gengur og gerist, gat reksturinn oft verið erfiður. Til að létta undir, tók Gísli þeim ráðleggingum sem mörgum atvinnurekendum var gefið árin fyrir hrun: Að selja fasteignina, losa þannig um fjármagn fyrir reksturinn en leigja húsnæðið. Systkinin segja að sala fasteignarinnar hafi aldrei verið valkostur sem Gísla hugnaðist vel. Hann tryggði sér þó endurkaupsrétt á húsnæðinu og hóf strax að leggja fyrir pening til að kaupa fasteignina á ný. En síðan kom bankahrunið. Peningarnir sem Gísli hafði lagt fyrir hreinlega hurfu og segja systkinin föður þeirra í raun aldrei hafa jafnað sig á því að geta ekki keypt fasteignina á ný. Bankar gengu hart að fyrirtækjum og heimilum og algengt var að eigendum fyrirtækja væri gert að veðsetja allt sitt til að reyna að halda í fyrirtækin sín. Systkinin eru sammála um að á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun reksturs, sé bankahrunið sá tími sem mest hafi tekið á. Allt önnur staða hafi verið á tímum Covid. Sem þó hefur alveg reynt á. Þar hjálpaði mikið að nokkrum mánuðum fyrir heimsfaraldur opnaði Garðheimur vefverslun. „Við erum svo heppin með starfsfólk að hér hafa allir hjálpast að. Í Covid gerðist það til dæmis að í viðbót við að starfsfólk var að þjónusta viðskiptavini inni í verslun, voru allir farnir að vinna í vefverslun,“ segir Kristín. Hjá Garðheimum starfa um 60 manns. Þar af hefur um helmingur starfsfólks unnið í 15 ár eða lengur. Hluti starfshópsins í Garðheimum en þar starfa um 60 manns. Um helmingur starfsmanna Garðheima hefur starfað þar í 15 ár eða lengur.Vísir/Vilhelm Tvær til þrjár kynslóðir fjölskyldunnar og starfsfólks Þegar Garðheimar voru stofnaðir gáfu Gísli og Jónína systkinunum lítinn eignarhlut hvert. Eins fengu lykilstarfsmenn hlut í fyrirtækinu þar sem Gísla fannst mikilvægt að þeir sem kæmu mest að fyrirtækinu upplifðu sig sem hluta af því. Systkinin eru í dag aðaleigendur en stefndu þó öll á önnur mið hér eitt sinn: Sigurður er til dæmis verkfræðingur að mennt, Kristín starfaði um tíma sem námsráðgjafi og kennari, Olga í ferðageiranum en Jóna Björk í markaðsfræðum. Sigurður og Kristín eru þau sem lengst hafa starfað hjá fyrirtækinu í fullu starfi. Sigurður frá 1995 en Kristín frá árinu 2000. Árið 2008 byrjaði Olga þar í fullu starfi þar og árið 2010 bættist Jóna við, sem þá fékk það hlutverk að opna Spíruna; veitingastað á 2.hæð. Sá staður er nú rekin af Kokkunum veisluþjónustu. Í rekstri- og stjórnun fór Kristín snemma að starfa við hlið föður síns. Því segja systkinin það hafa verið eðlilegt skref að hún tæki við sem framkvæmdastjóri. Sigurður er rekstrarstjóri, Olga innkaupastjóri og Jóna markaðsstjóri. Að vinna svona náið saman viðurkenna systkinin alveg að sé áskorun. Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum. Það var alveg eitthvað sem tók tíma,“ segja systkinin einróma og hlæja dátt. Síðar meir segjast systkinin hafa vandað sig við að móta vel hvernig best væri fyrir hópinn að vinna svona náið saman alla daga. „Þar skiptir máli að hvert okkar er með sitt verksvið,“ segir Sigurður. „Og að við aðskiljum vinnu og einkalíf. Hjá mömmu og pabba rann þetta oftar en ekki saman í eitt,“ segir Jóna. „Mér finnst líka mikilvægt að við ræktum sambandið okkar sem fjölskylda utan vinnu,“ segir Olga. Sem framkvæmdastjóri segist Kristín fyrst og fremst þakklát. „Mér finnst góð tilfinning að vita að ég get alltaf leitað í systkinin mín. Við erum mjög samstíga og setjumst niður reglulega á fundum,“ segir Kristín. Börn systkinanna hafa mörg hver unnið með skóla og á sumrin í Garðheimum. Það sama á við um börn og jafnvel barnabörn starfsmanna. „Hér hafa verið þrjár kynslóðir starfsmanna,“ segir Sigurður. Stórfjölskyldan á ferðarlagi í Borgarfirði haustið 2005. Mörg barnabarna Gísla og Jónínu hafa starfað í Garðheimum og þar hafa einnig starfað þrjár kynslóðir starfsmanna.Vísir/Vilhelm Þegar snjóaði í Garðheimum Systkinin segjast ekki hafa tekið upp garðáhuga foreldra sinna fyrr en seinna. Sem dæmi segir Olga að fyrstu gróðurhúsið hennar hafi verið hús sem pabbi hennar vildi endilega að hún tæki til sín. „Þetta var gróðurhús sem ekki hafði selst,“ segir Olga. Í dag sé hún þó, eins og hin systkinin, á kafi í ræktun og síðan þetta var, hefur Olga eignast annað gróðurhús. Annað gróðurhúsið er þá eingöngu notað undir ræktun en hitt bjóði þó upp á smá rými til að sitja og njóta Systkinin segja það góða tilfinningu að vera framtíðarsýn foreldra sinna trú; að Garðheimar sé garðyrkjumiðstöð eins og þær gerast bestar erlendis. Margt er framundan og þar þá stærst að fyrirhugað er að opna í nýju húsnæði, vonandi á Álfabakka í Mjódd á næsta ári. Markmiðið er að ráðast hratt í byggingu nýs húsnæðis. Þó ekki jafn hraðar framkvæmdir og var þegar Garðheimar voru reistir árið 1999: Á innan við sex mánuðum! Þannig var að stuttu eftir opnun var fjölskyldan saman komin í veislu þegar hringt er í föður þeirra og þau sjá hann lyfta upp brúnum, kveðja snögglega og tilkynna hópnum að allir þyrftu að bruna í Garðheima. Í ljós kom að gleymst hafði að festa suma þakgluggana á húsið, sem höfðu losnað og fokið af. Og þá hreinlega snjóaði í Garðheimum!“ segir Sigurður. Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Garðyrkja Tengdar fréttir Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Systkinin eiga fyrirtækið saman en Sigurður segir í raun ótrúlegt að þar starfi þau öll. ,,Við erum með ólíkan bakgrunn og störfuðum í öðru. En mamma og pabbi sóttu hart að okkur að taka við fyrirtækinu. Það var alltaf draumurinn þeirra.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu fjölskyldufyrirtækisins Garðheima, en það er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mati Creditinfo. Á sjóinn 14 ára Foreldrar systkinanna eru Gísli Sigurðsson og Jónína Sigríður Lárusdóttir. Gísli er fæddur árið 1944 en Jónína árið 1947. „Pabbi er alinn upp í Hrísey. Einn daginn tilkynnti hann að hann væri búinn að ráða sig sem messagutti á millilandaskip og færi daginn eftir. Þá var hann 14 ára,“ segir Kristín. Gísli þekkti þó sjóinn vel strax þá, alinn upp við sjómennsku og einn af afkomendum Hákarla-Jörundar í Hrísey. Jónína ólst hins vegar upp í Hafnarfirði og starfaði sem ritari þar til barneignir tóku við. Sigurður er þar elstur, fæddur árið 1966. Næst á eftir er Kristín Helga, fædd árið 1969, síðan Olga Björney fædd árið 1970 og loks Jóna Björk árið 1978. „Pabbi starfaði lengi sem tæknimaður á RÚV og síðar Stöð 2 þar sem hann endaði sem rekstrarstjóri,“ segir Kristín. Hjónin fóru í ýmsan rekstur. Ráku sjoppu um tíma, matvöruverslunina Langholtsval og í þó nokkur ár tískufataverslunina Viktoríu. Jónína sá um þann rekstur enda mikil áhugamanneskja um tísku og fatnað. „Þannig að maður byrjaði snemma að hjálpa til. Raða í hillur í Langholtsvali og svona,“ segir Olga. Frumkvöðlar í garðinum Sameiginlegt áhugamál Gísla og Jónínu var garðurinn og þótt það væri nánast óþekkt á þeim tíma, ræktuðu hjónin bæði ávexti og grænmeti. „Baunir, jarðaber, plómur, perur, epli og hindber,“ þylja systkinin upp sem dæmi. Ég vill meina að hindberjabeðið hans pabba hafi verið með þeim stærri á landinu. Hann hafði svo mikið yndi af því að rækta ávexti, ber og grænmeti og fór svo í bíltúra að gefa fjölskyldu og vinum af uppskeru sinni,“ segir Jóna. Að rækta garðinn átti bæði við heima fyrir og við sumarbústað fjölskyldunnar. Á báðum æskuheimilum, í Hafnarfirði og síðar í Hvannhólma í Kópavogi, var gróðurhús, gróðurkassar fyrir grænmeti og alls kyns ávaxtatré. Við sumarbústaðinn eru matjurtar og ávaxtabeð, ásamt rósa- og trjárækt og fleira. „Enda vissi pabbi alltaf hvað væri hægt að rækta á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi því hann var alltaf að prófa einhverja ræktun sem ýmist virkaði eða virkaði ekki, oft eftir því hvar var,“ segir Kristín. Fjölskyldan flutti í Hvannhólma í Kópavogi árið 1977 en þá var svæðið þar allt í órækt. Sigurður rifjar upp þá tíma. „Ég held ég sé bólusettur fyrir erfiðisvinnu því ég man vel eftir vinnunni sem fylgdi því að gera allt klárt fyrir garðinn frá grunni og það aðeins með skóflu og haka!“ segir Sigurður og brosir. Þannig hafi hann fengið aukinn áhuga á tækjum og vélum til að létta garðvinnuna og hefur sinnt þeim málum töluvert hjá fyrirtækinu. Þá rifja systkinin upp fjölskyldubíltúrana, en þeir gengu út á að keyra út um allt til að skoða garða. Stofnendur Garðheima eru hjónin Gísli Sigurðsson og Jónína Sigríður Lárusdóttir en allt hófst þetta þegar þau keyptu verslun Sölufélags garðyrkjumanna sem þá var til húsa á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar ráku þau verslunina undir nafninu Gróðurvörur. Á þessari mynd eru þau önnum kafin við að undirbúa opnun Garðheima sem þau opnuðu árið 1999. Vísir/Vilhelm Helgin þegar allt breyttist Árið 1991 keyptu hjónin verslun Sölufélags garðyrkjumanna sem þá var til húsa á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar ráku þau verslunina undir nafninu Gróðurvörur. Aðdragandinn var ekki langur enda segja systkinin kaupin nánast hafa gengið í gegn á einni helgi. Þannig var að Gísli fær símtal frá manni sem þau hjónin könnuðust við. Sá spurði hvort þau hefðu áhuga á að kaupa verslun Sölufélags garðyrkjumanna því rekstur félagsins væri tæpur og hugmyndin væri að rétta úr kútnum með því að selja þessa einingu frá sér. Gísli og Jónína ákváðu að láta slag standa. Það voru ekki allir sáttir við þessi kaup því þetta var bændaverslun og umdeilt af sumum að selja hana til einkaaðila. Í búðina vantaði líka margt. Þar var til dæmis engin skrifstofa og ég var kallaður inn til að setja upp tölvukerfi,“ segir Sigurður. Stóra áskorunin sem við blasti var þó þessi: Hvernig var hægt að breyta rekstrinum þannig að hann bæri sig á ársgrundvelli en ekki aðeins yfir stuttan tíma á sumrin? Að upplifa og njóta Garðáhugi hjónanna hafði leitt þau á ýmsa staði. Meðal annars höfðu þau skoðað margar garðyrkjumiðstöðvar (e. garden center) í Evrópu og því varð framtíðarsýnin snemma sú að byggja upp garðyrkjumiðstöð að erlendri fyrirmynd. „Í þessum garðyrkjumiðstöðvum kemur fólk til að staldra við lengi, upplifa og njóta og þótt mamma og pabbi hafi lengi horft til fyrirmynda í Bretlandi, höfum við systkinin horft meira til Hollands síðustu árin,“ segir Jóna. Fyrsta skrefið til að láta drauminn rætast var húsnæðið sem ráðist var í að byggja að Stekkjarbakka 6. Þar opnuðu Garðheimar 2.desember árið 1999. „Það var allt á síðustu stundu í framkvæmdum við húsið,“ segir Sigurður og Kristín bætir við: „Já vörurnar voru bara geymdar í gámum hérna fyrir utan.“ Nóttina fyrir opnun voru allir kallaðir til: Frændur, frænkur, börn, tengdabörn og aðrir vinir og vandamenn. Allir fóru í að bera vörur inn í verslun og gera klárt fyrir morguninn eftir. Gísli Pabbi með Tómasi Árna, dóttursyni sínum, þegar hafist var handa við að grafa fyrir Garðheimum.Vísir/Vilhelm Frá upphafi hafa jólaseríur og jólaljós verið lykilatriði í að byggja upp söluvertíð sem ekki tengist sumrinu. Síðar bættust við áherslur tengdar páskum, fermingum og öðru. „Mamma var ótrúlega sniðug í að hugsa alls kyns viðburði eins og allt fyrir brúðkaupið, blómasýningar, tískusýningar, konukvöld og fleira,“ segir Jóna.Þá eru hundakynningar reglulega í Garðheimum en það að bæta við gæludýravörum í verslunina var liður í því að byggja upp reksturinn sem heilsársrekstur. Krepputímar: Bankahrun og Covid Fyrirtækið stækkaði og jók umsvif sín en eins og gengur og gerist, gat reksturinn oft verið erfiður. Til að létta undir, tók Gísli þeim ráðleggingum sem mörgum atvinnurekendum var gefið árin fyrir hrun: Að selja fasteignina, losa þannig um fjármagn fyrir reksturinn en leigja húsnæðið. Systkinin segja að sala fasteignarinnar hafi aldrei verið valkostur sem Gísla hugnaðist vel. Hann tryggði sér þó endurkaupsrétt á húsnæðinu og hóf strax að leggja fyrir pening til að kaupa fasteignina á ný. En síðan kom bankahrunið. Peningarnir sem Gísli hafði lagt fyrir hreinlega hurfu og segja systkinin föður þeirra í raun aldrei hafa jafnað sig á því að geta ekki keypt fasteignina á ný. Bankar gengu hart að fyrirtækjum og heimilum og algengt var að eigendum fyrirtækja væri gert að veðsetja allt sitt til að reyna að halda í fyrirtækin sín. Systkinin eru sammála um að á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun reksturs, sé bankahrunið sá tími sem mest hafi tekið á. Allt önnur staða hafi verið á tímum Covid. Sem þó hefur alveg reynt á. Þar hjálpaði mikið að nokkrum mánuðum fyrir heimsfaraldur opnaði Garðheimur vefverslun. „Við erum svo heppin með starfsfólk að hér hafa allir hjálpast að. Í Covid gerðist það til dæmis að í viðbót við að starfsfólk var að þjónusta viðskiptavini inni í verslun, voru allir farnir að vinna í vefverslun,“ segir Kristín. Hjá Garðheimum starfa um 60 manns. Þar af hefur um helmingur starfsfólks unnið í 15 ár eða lengur. Hluti starfshópsins í Garðheimum en þar starfa um 60 manns. Um helmingur starfsmanna Garðheima hefur starfað þar í 15 ár eða lengur.Vísir/Vilhelm Tvær til þrjár kynslóðir fjölskyldunnar og starfsfólks Þegar Garðheimar voru stofnaðir gáfu Gísli og Jónína systkinunum lítinn eignarhlut hvert. Eins fengu lykilstarfsmenn hlut í fyrirtækinu þar sem Gísla fannst mikilvægt að þeir sem kæmu mest að fyrirtækinu upplifðu sig sem hluta af því. Systkinin eru í dag aðaleigendur en stefndu þó öll á önnur mið hér eitt sinn: Sigurður er til dæmis verkfræðingur að mennt, Kristín starfaði um tíma sem námsráðgjafi og kennari, Olga í ferðageiranum en Jóna Björk í markaðsfræðum. Sigurður og Kristín eru þau sem lengst hafa starfað hjá fyrirtækinu í fullu starfi. Sigurður frá 1995 en Kristín frá árinu 2000. Árið 2008 byrjaði Olga þar í fullu starfi þar og árið 2010 bættist Jóna við, sem þá fékk það hlutverk að opna Spíruna; veitingastað á 2.hæð. Sá staður er nú rekin af Kokkunum veisluþjónustu. Í rekstri- og stjórnun fór Kristín snemma að starfa við hlið föður síns. Því segja systkinin það hafa verið eðlilegt skref að hún tæki við sem framkvæmdastjóri. Sigurður er rekstrarstjóri, Olga innkaupastjóri og Jóna markaðsstjóri. Að vinna svona náið saman viðurkenna systkinin alveg að sé áskorun. Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum. Það var alveg eitthvað sem tók tíma,“ segja systkinin einróma og hlæja dátt. Síðar meir segjast systkinin hafa vandað sig við að móta vel hvernig best væri fyrir hópinn að vinna svona náið saman alla daga. „Þar skiptir máli að hvert okkar er með sitt verksvið,“ segir Sigurður. „Og að við aðskiljum vinnu og einkalíf. Hjá mömmu og pabba rann þetta oftar en ekki saman í eitt,“ segir Jóna. „Mér finnst líka mikilvægt að við ræktum sambandið okkar sem fjölskylda utan vinnu,“ segir Olga. Sem framkvæmdastjóri segist Kristín fyrst og fremst þakklát. „Mér finnst góð tilfinning að vita að ég get alltaf leitað í systkinin mín. Við erum mjög samstíga og setjumst niður reglulega á fundum,“ segir Kristín. Börn systkinanna hafa mörg hver unnið með skóla og á sumrin í Garðheimum. Það sama á við um börn og jafnvel barnabörn starfsmanna. „Hér hafa verið þrjár kynslóðir starfsmanna,“ segir Sigurður. Stórfjölskyldan á ferðarlagi í Borgarfirði haustið 2005. Mörg barnabarna Gísla og Jónínu hafa starfað í Garðheimum og þar hafa einnig starfað þrjár kynslóðir starfsmanna.Vísir/Vilhelm Þegar snjóaði í Garðheimum Systkinin segjast ekki hafa tekið upp garðáhuga foreldra sinna fyrr en seinna. Sem dæmi segir Olga að fyrstu gróðurhúsið hennar hafi verið hús sem pabbi hennar vildi endilega að hún tæki til sín. „Þetta var gróðurhús sem ekki hafði selst,“ segir Olga. Í dag sé hún þó, eins og hin systkinin, á kafi í ræktun og síðan þetta var, hefur Olga eignast annað gróðurhús. Annað gróðurhúsið er þá eingöngu notað undir ræktun en hitt bjóði þó upp á smá rými til að sitja og njóta Systkinin segja það góða tilfinningu að vera framtíðarsýn foreldra sinna trú; að Garðheimar sé garðyrkjumiðstöð eins og þær gerast bestar erlendis. Margt er framundan og þar þá stærst að fyrirhugað er að opna í nýju húsnæði, vonandi á Álfabakka í Mjódd á næsta ári. Markmiðið er að ráðast hratt í byggingu nýs húsnæðis. Þó ekki jafn hraðar framkvæmdir og var þegar Garðheimar voru reistir árið 1999: Á innan við sex mánuðum! Þannig var að stuttu eftir opnun var fjölskyldan saman komin í veislu þegar hringt er í föður þeirra og þau sjá hann lyfta upp brúnum, kveðja snögglega og tilkynna hópnum að allir þyrftu að bruna í Garðheima. Í ljós kom að gleymst hafði að festa suma þakgluggana á húsið, sem höfðu losnað og fokið af. Og þá hreinlega snjóaði í Garðheimum!“ segir Sigurður.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Garðyrkja Tengdar fréttir Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00