Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 13:14 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. „Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022. Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
„Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022.
Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18
Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59