Umfjöllun: Tindastóll - Valur 76-62 | Heimamenn losuðu tak Valsara Árni Gísli Magnússon skrifar 8. október 2021 21:55 Baldur Þór Ragnarsson tókst loks að stýra sínum mönnum til sigurs gegn Val. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll og Valur mættust í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðarkróki fyrr í kvöld. Tindastóli var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið og Val því fjórða og bjuggust því fyrirfram flestir við jöfnum og spennandi leik. Það varð ekki raunin en Tindastóll fór með 14 stiga sigur af hólmi, 76-62. Liðin byrjuðu af krafti og skoruðu í flestum sínum sóknum til að byrja með. Pavel Ermolinski kom snemma inn á hjá Val og virtist komast meiri skynsemi í bæði varnar- og sóknarleik gestanna við innkomu hans. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-21 fyrir Val. Í öðrum leikhluta settu heimamenn í mun hærri gír og náðu frábærum kafla undir seinni hluta leikhlutans þar sem þeir breyttu stöðunni úr því að vera 32-34 undir í að vera 45-34 yfir. Sigurður Þorsteinsson spilaði þar stórt hlutverk en hann var að frákasta vel og setja niður góðar körfur á þessum kafla. Kristófer Acox setti svo niður eitt vítaskot undir lok hálfleiksins og Stólarnir því 10 stigum yfir í hálfeik. Heimamenn voru áfram betri aðilinn í byrjun seinni hálfleiks og byrjaði Javon á að setja niður Þrist og kveikti rækilega í húsinu. Thomas sótti af miklum krafti á vörn Valsmanna sem virtust ekkert ráða við hann þegar hann kom á ferðina á móti þeim og fiskaði ófáar villurnar sem Finnur og leikmenn Vals voru ekki sáttir við. Staðan eftir þriðja leikhluta 59-43 fyrir Tindastól. Valsmenn náðu góðu áhlaupi um miðjan fjórða leikhluta og minnkuðu forskot gestanna úr 19 stigum niður í 10 stig þegar þrjár mínútur voru eftir og gerðu þetta að leik aftur. Stólarnir slökktu hins vegar allar vonir gestanna niður og enduðu leikinn á góðum nótum og fóru að lokum með 14 stiga sigur af hólmi, 76-62. Af hverju vann Tindastóll? Leikur þeirra var mun agaðri en leikur Valsmanna frá því að annar leikhluti hófst og réði vörn Vals oft á tíðum illa við kraftinn sem Thomas, Taiwo, Javon og fleiri komu með. Valsmenn voru líka að fá fín skotfæri en hittu illa. Hverjir stóðu upp úr? Javon var virkilega flottur með 19 stig og 6 fráköst. Siggi Þorsteins kom vel inn í annan leikhluta og endaði leikinn með 16 stig og 13 fráköst. Thomas og Taiwo voru einnig flottir og var sérstaklega gaman að fylgjast með Thomas þegar hann komst á ferðina, þá stoppaði hann enginn. Hjá Val var Kristófer Acox með 13 stig og 15 fráköst og gaf sig allan í verkefnið. Pablo byrjaði leikinn vel og endar með 18 stig og Kári 16 stig en hann hitti einungis úr einu af sínum níu þriggja stiga skotum. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að hitta úr opnum skotum og að ná alvöru stöppum í varnarleik sínum og stöðva áhlaup heimamanna þegar þeir náðu góðum kafla og fengu húsið með sér. Finnur tók þá yfireitt leikhlé en leikur liðsins batnaði lítið við það. Hvað gerist næst? Tindastóll mætir KR fimmtudaginn 21. október kl. 20:15 sunnan heiða. Sama kvöld er það Grindavík sem fer í heimsókn á Hlíðarenda til Valsmanna í leik sem er einnig kl. 20:15. Finnur Freyr: Hægir og fyrirsjáanlegir Finnur Freyr var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, fannst ekki mikið jákvætt við leik liðs síns í dag og náðu Stólarnir m.a. að vinna kafla í leiknum 25-6 sem gerði hlutina erfiða fyrir Val það sem eftir lifði leiks. „Sérstaklega í þriðja leikhluta og svona framan af, ætli það sé ekki undir lok fyrri hálfleiks sem að förum að setja smá hraða í þetta, í öðrum og þriðja leikhluta vorum við rosalega hægir og fyrirsjáanlegir og mér fannst við vera gera hlutina full auðvelda fyrir Stólana að dekka okkur þannig að við vorum rosalega hægir já.” „Auðvitað er hægt að finna einhverjar svona afsakanir en hægir og fyrirsjáanlegir súmmerar þetta bara upp. Tempóið í sóknarleiknum, það er eitt að fara á half court og spila sóknina en þegar það er half court og sóknin er hæg þá gerist ekkert, þá er þetta auðveldur lestur fyrir vörnina að bregðast við og Stólarnir gerðu virkilega vel, mér fannst þeir koma rosalega grimmir út í seinni hálfleiknum og það var erfitt fyrir okkur að hlaupa einhver kerfi fannst mér.” Þrátt fyrir slakan leik liðsins er Finnur svekktur yfir að það hafi ekki fleiri atriði fallið Valsliðinu í hag því lítið hefði þurft til þess að breyta leiknum. „Stólarnir náttúrulega gríðarlega sterkir varnarlega en það var ekki fyrr en við fórum að hraða aðgerðunum okkar og fara sneggra inn í hluti og reyna sækja á meðan þeir voru á hælunum og miðað við hversu slakir við vorum langan hluta leiksins þá er maður samt svona fúll yfir að hafa ekki sett þessar mómentum körfur. Nokkrir þristar þarna hjá Kára og hjá Pablo sem eru að skrúfast upp úr. Maður hugsar svona þrátt fyrir þessa lélegu frammistöðu framan af, að ef einn, tveir eða þrír af þessum þristum hefðu farið rétta leið að þá hefði mómentið breyst en ef þeir fara ekki ofan í þá þýðir ekkert að spá í því”, sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Baldur hefur tapað fimm sinnum í röð á móti Val Tindastóll tekur á móti Val í Subway-deild karla í körfubolta í stórleik kvöldsins en þetta er fyrsti deildarleikur liðanna á tímabilinu. 8. október 2021 16:31
Tindastóll og Valur mættust í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðarkróki fyrr í kvöld. Tindastóli var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið og Val því fjórða og bjuggust því fyrirfram flestir við jöfnum og spennandi leik. Það varð ekki raunin en Tindastóll fór með 14 stiga sigur af hólmi, 76-62. Liðin byrjuðu af krafti og skoruðu í flestum sínum sóknum til að byrja með. Pavel Ermolinski kom snemma inn á hjá Val og virtist komast meiri skynsemi í bæði varnar- og sóknarleik gestanna við innkomu hans. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-21 fyrir Val. Í öðrum leikhluta settu heimamenn í mun hærri gír og náðu frábærum kafla undir seinni hluta leikhlutans þar sem þeir breyttu stöðunni úr því að vera 32-34 undir í að vera 45-34 yfir. Sigurður Þorsteinsson spilaði þar stórt hlutverk en hann var að frákasta vel og setja niður góðar körfur á þessum kafla. Kristófer Acox setti svo niður eitt vítaskot undir lok hálfleiksins og Stólarnir því 10 stigum yfir í hálfeik. Heimamenn voru áfram betri aðilinn í byrjun seinni hálfleiks og byrjaði Javon á að setja niður Þrist og kveikti rækilega í húsinu. Thomas sótti af miklum krafti á vörn Valsmanna sem virtust ekkert ráða við hann þegar hann kom á ferðina á móti þeim og fiskaði ófáar villurnar sem Finnur og leikmenn Vals voru ekki sáttir við. Staðan eftir þriðja leikhluta 59-43 fyrir Tindastól. Valsmenn náðu góðu áhlaupi um miðjan fjórða leikhluta og minnkuðu forskot gestanna úr 19 stigum niður í 10 stig þegar þrjár mínútur voru eftir og gerðu þetta að leik aftur. Stólarnir slökktu hins vegar allar vonir gestanna niður og enduðu leikinn á góðum nótum og fóru að lokum með 14 stiga sigur af hólmi, 76-62. Af hverju vann Tindastóll? Leikur þeirra var mun agaðri en leikur Valsmanna frá því að annar leikhluti hófst og réði vörn Vals oft á tíðum illa við kraftinn sem Thomas, Taiwo, Javon og fleiri komu með. Valsmenn voru líka að fá fín skotfæri en hittu illa. Hverjir stóðu upp úr? Javon var virkilega flottur með 19 stig og 6 fráköst. Siggi Þorsteins kom vel inn í annan leikhluta og endaði leikinn með 16 stig og 13 fráköst. Thomas og Taiwo voru einnig flottir og var sérstaklega gaman að fylgjast með Thomas þegar hann komst á ferðina, þá stoppaði hann enginn. Hjá Val var Kristófer Acox með 13 stig og 15 fráköst og gaf sig allan í verkefnið. Pablo byrjaði leikinn vel og endar með 18 stig og Kári 16 stig en hann hitti einungis úr einu af sínum níu þriggja stiga skotum. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að hitta úr opnum skotum og að ná alvöru stöppum í varnarleik sínum og stöðva áhlaup heimamanna þegar þeir náðu góðum kafla og fengu húsið með sér. Finnur tók þá yfireitt leikhlé en leikur liðsins batnaði lítið við það. Hvað gerist næst? Tindastóll mætir KR fimmtudaginn 21. október kl. 20:15 sunnan heiða. Sama kvöld er það Grindavík sem fer í heimsókn á Hlíðarenda til Valsmanna í leik sem er einnig kl. 20:15. Finnur Freyr: Hægir og fyrirsjáanlegir Finnur Freyr var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, fannst ekki mikið jákvætt við leik liðs síns í dag og náðu Stólarnir m.a. að vinna kafla í leiknum 25-6 sem gerði hlutina erfiða fyrir Val það sem eftir lifði leiks. „Sérstaklega í þriðja leikhluta og svona framan af, ætli það sé ekki undir lok fyrri hálfleiks sem að förum að setja smá hraða í þetta, í öðrum og þriðja leikhluta vorum við rosalega hægir og fyrirsjáanlegir og mér fannst við vera gera hlutina full auðvelda fyrir Stólana að dekka okkur þannig að við vorum rosalega hægir já.” „Auðvitað er hægt að finna einhverjar svona afsakanir en hægir og fyrirsjáanlegir súmmerar þetta bara upp. Tempóið í sóknarleiknum, það er eitt að fara á half court og spila sóknina en þegar það er half court og sóknin er hæg þá gerist ekkert, þá er þetta auðveldur lestur fyrir vörnina að bregðast við og Stólarnir gerðu virkilega vel, mér fannst þeir koma rosalega grimmir út í seinni hálfleiknum og það var erfitt fyrir okkur að hlaupa einhver kerfi fannst mér.” Þrátt fyrir slakan leik liðsins er Finnur svekktur yfir að það hafi ekki fleiri atriði fallið Valsliðinu í hag því lítið hefði þurft til þess að breyta leiknum. „Stólarnir náttúrulega gríðarlega sterkir varnarlega en það var ekki fyrr en við fórum að hraða aðgerðunum okkar og fara sneggra inn í hluti og reyna sækja á meðan þeir voru á hælunum og miðað við hversu slakir við vorum langan hluta leiksins þá er maður samt svona fúll yfir að hafa ekki sett þessar mómentum körfur. Nokkrir þristar þarna hjá Kára og hjá Pablo sem eru að skrúfast upp úr. Maður hugsar svona þrátt fyrir þessa lélegu frammistöðu framan af, að ef einn, tveir eða þrír af þessum þristum hefðu farið rétta leið að þá hefði mómentið breyst en ef þeir fara ekki ofan í þá þýðir ekkert að spá í því”, sagði Finnur að lokum.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Baldur hefur tapað fimm sinnum í röð á móti Val Tindastóll tekur á móti Val í Subway-deild karla í körfubolta í stórleik kvöldsins en þetta er fyrsti deildarleikur liðanna á tímabilinu. 8. október 2021 16:31
Baldur hefur tapað fimm sinnum í röð á móti Val Tindastóll tekur á móti Val í Subway-deild karla í körfubolta í stórleik kvöldsins en þetta er fyrsti deildarleikur liðanna á tímabilinu. 8. október 2021 16:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti