Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn 10. október 2021 20:42 Kylian Mbappé fagnar marki sínu í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. Spánverjar voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en náðu þó ekki að skapa sér nægilega góð færi til þess að koma boltanum yfir marklínu Frakka. Spánverjar vildu fá vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik, en Anthony Taylor, dómari leiksins, og myndbandsdómarinn voru sammála um það að dæma ekki víti. Því var markalaust þegar að gengið var til búningsherbergja, en á 64. mínútu braut Mikel Oyarzabal ísinn þegar hann kom Spánverjum yfir eftir stoðsendingu frá Sergio Busquets. Aðeins tveim mínútum síðar jöfnuðu Frakkar metin með marki frá Karim Benzema eftir stoðsendingu frá Kylian Mbappé, og sá síðarnefndi var svo sjálfur á ferðinni þegar hann kom Frökkum yfir tíu mínútum fyrir leikslok. Það reyndist seinasta mark leiksins og það voru því Frakkar sem að fögnuðu sigri í Þjóðardeildinni árið 2021. Þjóðadeild UEFA Frakkland
Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. Spánverjar voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en náðu þó ekki að skapa sér nægilega góð færi til þess að koma boltanum yfir marklínu Frakka. Spánverjar vildu fá vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik, en Anthony Taylor, dómari leiksins, og myndbandsdómarinn voru sammála um það að dæma ekki víti. Því var markalaust þegar að gengið var til búningsherbergja, en á 64. mínútu braut Mikel Oyarzabal ísinn þegar hann kom Spánverjum yfir eftir stoðsendingu frá Sergio Busquets. Aðeins tveim mínútum síðar jöfnuðu Frakkar metin með marki frá Karim Benzema eftir stoðsendingu frá Kylian Mbappé, og sá síðarnefndi var svo sjálfur á ferðinni þegar hann kom Frökkum yfir tíu mínútum fyrir leikslok. Það reyndist seinasta mark leiksins og það voru því Frakkar sem að fögnuðu sigri í Þjóðardeildinni árið 2021.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti