Aron er 24 ára gamall og hefur leikið með Fylki frá árinu 2017. Hann varði mark liðsins í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en Fylkir fékk á sig 51 mark í deildinni, endaði í neðsta sæti og féll.
Aron Snær Friðriksson markvörður hefur gert 2 ára samning við KR. Aron gengur til liðs við KR frá Fylki. Hann á að baki 111 leiki í Mfl og á að baki 7 leiki með yngri landsliðum Íslands.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 8, 2021
KR vill bjóða Aron velkominn pic.twitter.com/CCQmPNvTbo
Aron, sem lék á sínum tíma 6 leiki með U21-landsliði Íslands, kemur væntanlega til með að veita Beiti Ólafssyni samkeppni um stöðuna í byrjunarliði KR en Beitir er með samning við KR sem gildir út næstu leiktíð.
Fylkismenn ætla sér hins vegar ekki að staldra lengi við í næstefstu deild og hafa endurheimt tvo af sínum dáðustu sonum. Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er kominn heim frá HK og framherjinn Albert Brynjar Ingason ætlar að taka slaginn með Fylki eftir krossbandsslit en hann lék síðast með Kórdrengjum.