Innlent

Jarðskjálfti 3 að stærð við Öskjuvatn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Töluverðar jarðhræringar hafa verið við eldstöðina Öskju undanfarið. 
Töluverðar jarðhræringar hafa verið við eldstöðina Öskju undanfarið.  Mynd/Stöð 2

Jarðskjálfti að stærðinni 3 mældist um sjö kílómetra norðvestur af Öskjuvatni klukkan 8:23 í morgun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talsverðar jarðhræringar hafa verið við eldstöðina Öskju undanfarið þar sem landris hefur mælst. 


Tengdar fréttir

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt

Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×