Hrundi út í fyrstu umferð eftir sigur á Opna bandaríska fyrir tæpum fjórum vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 12:30 Emma Raducanu datt út í fyrstu umferð á Indan Wells. Clive Brunskill/Getty Images Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. Eftir sigurinn á Opna bandaríska var leikur Raducanu settur á besta tíma á föstudagskvöldi en henni tókst ekki að leika sama leik og í New York. Ready to headline Friday night in the desert @andy_murray | @EmmaRaducanu | #BNPPO21 | #TennisUnited pic.twitter.com/unOPqJpoph— ATP Tour (@atptour) October 8, 2021 Aðeins eru 27 dagar síðan hin 18 ára gamla Raducanu kom öllum á óvart og vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í New York. Í gær mætti hún Aliaksöndru Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi í eyðimörkinni í Kaliforníu. Sasnovich, sem er númer 100. á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann viðureignina í tveimur settum, 6-2 og 6-4. Þó Sasnovich sé í 100. sæti heimslistans sem stendur þá hefur hún lengi verið meðal bestu 30 kvenna tennisheimsins og er mjög reynslumikil. Ef ekki hefði verið fyrir sigur Raducanu í New York hefði Sasnovich eflaust verið sigurstranglegri fyrir viðureign þeirra á föstudagskvöld. „Ég held það muni taka mig tíma að aðlagast því sem er í gangi. Ég meina, ég er enn svo ný þegar kemur að þessu öllu. Þó mér líði ekki vel núna þá veit ég að þessar tilfinningar munu hjálpa þegar fram líða stundir.“ „Þegar horft er á heildarmyndina mun ég þakka fyrir þetta augnablik. Það er lærdómurinn sem ég tek úr þessu. Ég er bara 18 ára gömul, ég má ekki vera of hörð við sjálfa mig,“ sagði táningurinn Emma Raducanu eftir tapið. Tennis Tengdar fréttir Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga. 11. september 2021 22:46 Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari. 10. september 2021 11:31 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. Eftir sigurinn á Opna bandaríska var leikur Raducanu settur á besta tíma á föstudagskvöldi en henni tókst ekki að leika sama leik og í New York. Ready to headline Friday night in the desert @andy_murray | @EmmaRaducanu | #BNPPO21 | #TennisUnited pic.twitter.com/unOPqJpoph— ATP Tour (@atptour) October 8, 2021 Aðeins eru 27 dagar síðan hin 18 ára gamla Raducanu kom öllum á óvart og vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í New York. Í gær mætti hún Aliaksöndru Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi í eyðimörkinni í Kaliforníu. Sasnovich, sem er númer 100. á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann viðureignina í tveimur settum, 6-2 og 6-4. Þó Sasnovich sé í 100. sæti heimslistans sem stendur þá hefur hún lengi verið meðal bestu 30 kvenna tennisheimsins og er mjög reynslumikil. Ef ekki hefði verið fyrir sigur Raducanu í New York hefði Sasnovich eflaust verið sigurstranglegri fyrir viðureign þeirra á föstudagskvöld. „Ég held það muni taka mig tíma að aðlagast því sem er í gangi. Ég meina, ég er enn svo ný þegar kemur að þessu öllu. Þó mér líði ekki vel núna þá veit ég að þessar tilfinningar munu hjálpa þegar fram líða stundir.“ „Þegar horft er á heildarmyndina mun ég þakka fyrir þetta augnablik. Það er lærdómurinn sem ég tek úr þessu. Ég er bara 18 ára gömul, ég má ekki vera of hörð við sjálfa mig,“ sagði táningurinn Emma Raducanu eftir tapið.
Tennis Tengdar fréttir Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga. 11. september 2021 22:46 Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari. 10. september 2021 11:31 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. 14. september 2021 14:01
Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga. 11. september 2021 22:46
Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari. 10. september 2021 11:31