Bíður enn eftir rétta kaupandanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2021 16:25 Árni Aðalbjarnarson bakari með nýbakaðar kringlur fyrir framan myndavegginn fræga í Gamla bakaríinu. Vísir/Sigurjón Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan. Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira