Tengdasonur Mosfellsbæjar ætlar að endurskoða sinn leikstíl eftir skell í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:30 Patrick Mahomes var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir annan tapleikinn í röð hjá Kansas City Chiefs á heimavelli sínum. AP/Ed Zurga Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs steinlágu á heimavelli í NFL-deildinni í nótt og besti maður liðsins axlaði ábyrgðina eftir leikinn. Buffalo Bills vann leikinn 37-20 og hefur þar með unnið fjóra leiki í röð en á sama tíma var Chiefs liðið að tapa í þriðja sinn í fimm leikjum. Mahomes, sem hefur viðurnefnið Tengdasonur Mosfellsbæjar hér á landi, var sjálfgagnrýninn í viðtölum eftir leikinn en liðið hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pick-6! How about the @BuffaloBills?! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/j2ptK5x9tK— NFL (@NFL) October 11, 2021 „Þetta byrjar allt hjá mér,“ sagði Patrick Mahomes sem kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér og glataði honum einu sinni á jörðinni líka. „Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið vanur að gera mikið af á mínum ferli en nú þarf ég að endurskoða hvar ég er staddur og hvaða ákvarðanir ég er að taka,“ sagði Mahomes. „Ég hef verið svolítið klikkaður leikmaður þegar kemur að skrölti og köstum en ég hef aldrei verið leikmaður sem er að kasta boltanum mikið frá mér. Nú þarf ég að endurskoða leikstílinn og hvað ég er að gera og það er ekkert annað í boði en að hætta því,“ sagði Mahomes. The rookie @gregrousseau with the red zone INT! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/hFgtEkfU7w— NFL (@NFL) October 11, 2021 Buffalo Bills komst í 31-13 í leiknum eftir að hafa stolið sendingu frá Mahomes og hlaupið með hana alla leið í markið. Mahomes hefur þegar kastað boltanum sex sinnum frá sér á leiktíðinni en mest hefur hann kastað boltanum tólf sinnum frá sér á heilu tímabili. Hann mun bæta það met ríflega með sama áframhaldi. Buffalo Bills náði með þessum sigri að hefna fyrir tapaði á móti Chiefs í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Það þurfti reyndar að gera meira en klukkutíma hlé á leiknum vegna þrumuveðurs og það rigndi mikið í seinni hálfleiknum. .@JoshAllenQB is on a roll. A 53-yard touchdown to @dawson_knox! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/c1eJud1LgL— NFL (@NFL) October 11, 2021 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo, var frábær en hann átti þrjár snertimarkssendingar auk þess að hlaupa 62 jarda með boltann og skora eitt snertimark sjálfur. Það var að venju mikið fjör í leikjum sunnudagsins í NFL-deildinni. Better catch by I pic.twitter.com/gCJE7NGBIt— Deandre Hopkins (@DeAndreHopkins) October 11, 2021 Arizona Cardinals liðið er enn ósigrað eftir 17-10 sigur á San Francisco 49ers. DeAndre Hopkins skoraði snertimarkið sem tryggði sigurinn og var líka ánægður með sig eins og sjá má hér fyrir ofan. TODAY WE SPELL REDEMPTION.... M-A-S-O-N. #GoPackGo #GBvsCIN pic.twitter.com/5iuT9KWn2K— NFL (@NFL) October 10, 2021 Green Bay Packers vann sinn fjórða sigur í röð en á dramatískan hátt. Sparkarinn Mason Crosby klikkaði á þremur vallarmörkum í röð áður en hann skoraði sigurvallarmarkið í framlengingunni í 25-22 sigri á Cincinnati Bengals. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 45-17 stórsigur á Miami Dolphins þar sem Brady átti fimm snertimarkssendingar. It's just @TomBrady things. 361 yards and 4 TDs for the : #MIAvsTB on CBS : NFL app pic.twitter.com/efczapH77l— NFL (@NFL) October 10, 2021 Jacksonville Jaguars tapaði 31-19 á móti Tennessee Titans sem þýðir að liðið hefur nú tapað tuttugu leikjum í röð. Carolina Panthers vann þrjá fyrstu leiki sína en tapaði öðrum leiknum í röð í gær nú 21-18 á móti Philadelphia Eagles. Leikstjórnandi Eagles, Jalen Hurts, skoraði sjálfur tvö snertimörk á jörðinni í endurkomusigri og annað þeirra tryggði sigurinn. Sparkarinn Greg Joseph tryggði Minnesota Vikings 19-17 sigur á Detroit Lions með vallarmarki í lokin en Ljónin töpuðu enn einu sinni á grátlegan hátt og hafa tapað öllum fimm leikjum tímabilsins. Nick Folk, sparkari New England Patriots, tryggði liðinu 25-22 sigur á Houston Texans með vallarmarki undir lokin en viku áður sparkaði hann í stöngina og út þegar hann gat tryggt liðinu sigur á Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Hér fyrir neðan má sjá öll snertimörkin frá því í gær. Every touchdown from NFL RedZone in Week 5! pic.twitter.com/ssJkzn4Zwu— NFL (@NFL) October 11, 2021 Úrslit í NFL-deildinni í gær og nótt: (Heimaliðið er á eftir) Chicago Bears 20-9 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 42-47 Los Angeles Chargers San Francisco 49ers 10-17 Arizona Cardinals New York Giants 20-44 Dallas Cowboys Buffalo Bills 38-20 Kansas City Chiefs New York Jets 20-27 Atlanta Falcons Denver Broncos 19-27 Pittsburgh Steelers New Orleans Saints 33-22 Washington New England Patriots 25-22 Houston Texans Miami Dolphins 17-45 Tampa Bay Buccaneers Green Bay Packers 25-22 Cincinnati Bengals (Framlenging) Detroit Lions 17-19 Minnesota Vikings Philadelphia Eagles 21-18 Carolina Panthers Tennessee Titans 37-19 Jacksonville Jaguars JUSTIN HERBERT AND MIKE WILLIAMS DID IT AGAIN! #BoltUp : #CLEvsLAC on CBS : NFL app pic.twitter.com/1aT7cBWbxG— NFL (@NFL) October 10, 2021 NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Buffalo Bills vann leikinn 37-20 og hefur þar með unnið fjóra leiki í röð en á sama tíma var Chiefs liðið að tapa í þriðja sinn í fimm leikjum. Mahomes, sem hefur viðurnefnið Tengdasonur Mosfellsbæjar hér á landi, var sjálfgagnrýninn í viðtölum eftir leikinn en liðið hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pick-6! How about the @BuffaloBills?! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/j2ptK5x9tK— NFL (@NFL) October 11, 2021 „Þetta byrjar allt hjá mér,“ sagði Patrick Mahomes sem kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér og glataði honum einu sinni á jörðinni líka. „Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið vanur að gera mikið af á mínum ferli en nú þarf ég að endurskoða hvar ég er staddur og hvaða ákvarðanir ég er að taka,“ sagði Mahomes. „Ég hef verið svolítið klikkaður leikmaður þegar kemur að skrölti og köstum en ég hef aldrei verið leikmaður sem er að kasta boltanum mikið frá mér. Nú þarf ég að endurskoða leikstílinn og hvað ég er að gera og það er ekkert annað í boði en að hætta því,“ sagði Mahomes. The rookie @gregrousseau with the red zone INT! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/hFgtEkfU7w— NFL (@NFL) October 11, 2021 Buffalo Bills komst í 31-13 í leiknum eftir að hafa stolið sendingu frá Mahomes og hlaupið með hana alla leið í markið. Mahomes hefur þegar kastað boltanum sex sinnum frá sér á leiktíðinni en mest hefur hann kastað boltanum tólf sinnum frá sér á heilu tímabili. Hann mun bæta það met ríflega með sama áframhaldi. Buffalo Bills náði með þessum sigri að hefna fyrir tapaði á móti Chiefs í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Það þurfti reyndar að gera meira en klukkutíma hlé á leiknum vegna þrumuveðurs og það rigndi mikið í seinni hálfleiknum. .@JoshAllenQB is on a roll. A 53-yard touchdown to @dawson_knox! #BillsMafia : #BUFvsKC on NBC : https://t.co/6zBjGnL9LY pic.twitter.com/c1eJud1LgL— NFL (@NFL) October 11, 2021 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo, var frábær en hann átti þrjár snertimarkssendingar auk þess að hlaupa 62 jarda með boltann og skora eitt snertimark sjálfur. Það var að venju mikið fjör í leikjum sunnudagsins í NFL-deildinni. Better catch by I pic.twitter.com/gCJE7NGBIt— Deandre Hopkins (@DeAndreHopkins) October 11, 2021 Arizona Cardinals liðið er enn ósigrað eftir 17-10 sigur á San Francisco 49ers. DeAndre Hopkins skoraði snertimarkið sem tryggði sigurinn og var líka ánægður með sig eins og sjá má hér fyrir ofan. TODAY WE SPELL REDEMPTION.... M-A-S-O-N. #GoPackGo #GBvsCIN pic.twitter.com/5iuT9KWn2K— NFL (@NFL) October 10, 2021 Green Bay Packers vann sinn fjórða sigur í röð en á dramatískan hátt. Sparkarinn Mason Crosby klikkaði á þremur vallarmörkum í röð áður en hann skoraði sigurvallarmarkið í framlengingunni í 25-22 sigri á Cincinnati Bengals. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 45-17 stórsigur á Miami Dolphins þar sem Brady átti fimm snertimarkssendingar. It's just @TomBrady things. 361 yards and 4 TDs for the : #MIAvsTB on CBS : NFL app pic.twitter.com/efczapH77l— NFL (@NFL) October 10, 2021 Jacksonville Jaguars tapaði 31-19 á móti Tennessee Titans sem þýðir að liðið hefur nú tapað tuttugu leikjum í röð. Carolina Panthers vann þrjá fyrstu leiki sína en tapaði öðrum leiknum í röð í gær nú 21-18 á móti Philadelphia Eagles. Leikstjórnandi Eagles, Jalen Hurts, skoraði sjálfur tvö snertimörk á jörðinni í endurkomusigri og annað þeirra tryggði sigurinn. Sparkarinn Greg Joseph tryggði Minnesota Vikings 19-17 sigur á Detroit Lions með vallarmarki í lokin en Ljónin töpuðu enn einu sinni á grátlegan hátt og hafa tapað öllum fimm leikjum tímabilsins. Nick Folk, sparkari New England Patriots, tryggði liðinu 25-22 sigur á Houston Texans með vallarmarki undir lokin en viku áður sparkaði hann í stöngina og út þegar hann gat tryggt liðinu sigur á Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Hér fyrir neðan má sjá öll snertimörkin frá því í gær. Every touchdown from NFL RedZone in Week 5! pic.twitter.com/ssJkzn4Zwu— NFL (@NFL) October 11, 2021 Úrslit í NFL-deildinni í gær og nótt: (Heimaliðið er á eftir) Chicago Bears 20-9 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 42-47 Los Angeles Chargers San Francisco 49ers 10-17 Arizona Cardinals New York Giants 20-44 Dallas Cowboys Buffalo Bills 38-20 Kansas City Chiefs New York Jets 20-27 Atlanta Falcons Denver Broncos 19-27 Pittsburgh Steelers New Orleans Saints 33-22 Washington New England Patriots 25-22 Houston Texans Miami Dolphins 17-45 Tampa Bay Buccaneers Green Bay Packers 25-22 Cincinnati Bengals (Framlenging) Detroit Lions 17-19 Minnesota Vikings Philadelphia Eagles 21-18 Carolina Panthers Tennessee Titans 37-19 Jacksonville Jaguars JUSTIN HERBERT AND MIKE WILLIAMS DID IT AGAIN! #BoltUp : #CLEvsLAC on CBS : NFL app pic.twitter.com/1aT7cBWbxG— NFL (@NFL) October 10, 2021
Úrslit í NFL-deildinni í gær og nótt: (Heimaliðið er á eftir) Chicago Bears 20-9 Las Vegas Raiders Cleveland Browns 42-47 Los Angeles Chargers San Francisco 49ers 10-17 Arizona Cardinals New York Giants 20-44 Dallas Cowboys Buffalo Bills 38-20 Kansas City Chiefs New York Jets 20-27 Atlanta Falcons Denver Broncos 19-27 Pittsburgh Steelers New Orleans Saints 33-22 Washington New England Patriots 25-22 Houston Texans Miami Dolphins 17-45 Tampa Bay Buccaneers Green Bay Packers 25-22 Cincinnati Bengals (Framlenging) Detroit Lions 17-19 Minnesota Vikings Philadelphia Eagles 21-18 Carolina Panthers Tennessee Titans 37-19 Jacksonville Jaguars
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira