Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2021 14:01 Þau Sylvía Breim Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. Sylvía Briem Friðjónsdóttir er Dale Carnegie þjálfari, markþjálfi, fyrirlesari og athafnakona með meiru. Flestir þekkja hana þó eflaust sem annan umsjónarmann hlaðvarpsins Normsins sem hún hefur haldið úti frá árinu 2018 ásamt Evu Mattadóttur. Emil Þór Jóhannsson, betri helmingur Sylvíu, hefur undanfarin ár starfað í flugbransanum. Hann var starfsmaður WOW air en þurfti að leita á önnur mið þegar flugfélagið fór á hausinn árið 2019. Innan nokkurra mánaða höfðu þau Sylvía stofnað sitt eigið fyrirtæki en Emil sinnir nú daglegum rekstri þess, ásamt því að starfa hjá flugfélaginu PLAY. Þau Sylvía og Emil voru gestir í 25. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Var nýkomin úr sambandi og alls ekki í makaleit Í þættinum segja þau frá því þegar þau hittust fyrst á afmælisdegi Sylvíu árið 2012. „Ég hef aldrei fengið mér í glas að degi til og vinkona mín fór með mig niður á Ingólfstorg. Svo erum við að labba þarna við tvær og hittum þá Emma og frænda minn. Þeir voru í steggjun, þannig að hann var í dagdrykkju líka,“ segir Sylvía sem var á þessum tímapunkti nýkomin úr sambandi og var því ekki í makaleit. Emil leist hins vegar vel á Sylvíu og spurði frænda hennar hvort hún væri á lausu sem hún vissulega var. Hann fann þó á sér að hún væri ekki tilbúin í neitt alvarlegt. Þau töluðu saman í heila sex mánuði á samfélagsmiðlum áður en þau hittust aftur. „Hann var með taktík sko. Ég hef oft sagt frá því í Norminu að ég fíla höfnun. Málið er að hann var aldrei of mikið. Hann skildi spjallið alltaf eftir opið. Ég sagði eitthvað og hann svaraði ekkert fyrr en morguninn eftir og þá hélt spjallið áfram,“ segir Sylvía um það hvernig áhugi hennar kviknaði. Loksins kom að því að Emil bað Sylvíu um að hitta sig. Hún fann að hún var tilbúin til þess og ákvað að láta verða af því. En þegar hún var rétt ókomin heim til hans fékk hún skilaboð þess efnis að hann gæti ekki hitt hana í kvöld. Hún ákvað þá að hringja í bestu vinkonu sína. „Hann vill þig ekki og það er eitthvað að honum. Hættu að tala við hann núna,“ sagði vinkonan þá. Raunin var hins vegar sú að Emil hætti einungis við stefnumótið vegna þess að hann var svo hrikalega stressaður yfir því að fá loksins að hitta hana. Stuttu seinna varð þó af stefnumótinu og smullu þau saman eins og flís við rass. Fóru saman á tónleika á elliheimili á Flórída „Við erum ótrúlega ólík en hugsum samt svo líkt. Við erum með svipaða sýn á margt,“ segir Sylvía. Þau hafa til dæmis bæði brennandi áhuga á gamalli tónlist og segja þau frá skemmtilegum tónleikum sem þau fóru á á Flórída. „Við fórum í The Village sem er svona elliheimilaþorp þar sem við fórum á tónleika með The Platters. Það var allt fólkið þarna með hvítt hár og allir mættu á golfbílnum.“ Þrátt fyrir að hafa verið talsvert undir meðalaldri tónleikagesta skemmtu þau sér konunglega. „Ég elska Beyoncé og er búin að fara á þrenna tónleika með henni en þetta eru bestu tónleikar sem ég hef farið á!“ Þau Emil og Sylvía hlusta bæði mikið á gamla tónlist, ásamt því að hafa bæði áhuga á viðskiptum. Þá hafa þau einnig bæði mikinn metnað fyrir heimilisþrifum.Betri helmingurinn Bæði hafa þau einnig mikinn áhuga á viðskiptum og reka saman innflutningsfyrirtæki. Saman eiga þau tvo syni en segja fyrirtækið vera eins og þeirra þriðja barn. Þrátt fyrir að vera á ólíkum starfsvettvangi dagsdaglega njóta þau þess að vera í viðskiptum saman, því þar mætist þeirra sameiginlegi áhugi. Það var þó ekki alltaf dans á rósum í upphafi þegar þau voru að koma fyrirtækinu af stað með tvö lítil börn. „Við urðum bara að synda og mæta einhverju grjóthörðu fólki á markaði. Við fórum þarna á einn fund og ég var bara með litla strákinn minn framan á mér. Hann var voða góður en eitthvað aðeins farinn að væla. Svo bara ælir hann á miðjum fundinum,“ segir Sylvía. Í kjölfarið fékk öll fjölskyldan gubbupest og þurftu þau Emil og Sylvía að keyra út vörur heila helgi með strákana ælandi í bílnum. „Can you please turn around? We are naked!“ Í þættinum segja þau einnig frá óheppilegu stefnumóti sem þau fóru á í Seljavallalaug. Sylvía hafði verið á kafi í prófum þegar þau ákváðu að skella sér í bíltúr út úr bænum á þriðjudegi. Þau ákváðu að stoppa í Seljavallalaug en höfðu hins vegar ekki tekið nein sundföt með sér. En þar sem þau voru alein á svæðinu létu þau það ekki stoppa sig. „Heyrðu við erum þarna allsber þegar það kemur rúta af ferðamönnum. Mér leið eins og mig væri að dreyma. Ég svitnaði og hugsaði að við gætum ekki farið upp úr. Við vorum bara allsber og svo kom önnur rúta og allir komu út í til okkar.“ Nú voru góð ráð dýr og ákváðu þau að fela sig í gruggugu vatninu þar til allir væru farnir upp úr. Þau gerðu sér hins vegar fljótlega grein fyrir því að það væri enginn á leiðinni upp úr neitt bráðlega, heldur bættust aðeins fleiri og fleiri ferðamenn ofan í laugina. „Ég segi við Emma: „Nennirðu bara að taka þetta á þig og vera hetjan?“ og allt í einu stendur hann upp og segir: „Hey everybody! Can you please turn around? We are naked.“ Öll laugin sprakk úr hlátri og við löbbuðum þarna upp úr. Mér leið svo illa.“ Í þættinum ræða þau einnig fjölskyldulífið, rómantíkina, hlaðvarpsþáttinn Normið, sameiginlegan þrifáhuga og hvernig það breytti sambandinu þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sylvíu og Emil í heild sinni. Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01 Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Sylvía Briem Friðjónsdóttir er Dale Carnegie þjálfari, markþjálfi, fyrirlesari og athafnakona með meiru. Flestir þekkja hana þó eflaust sem annan umsjónarmann hlaðvarpsins Normsins sem hún hefur haldið úti frá árinu 2018 ásamt Evu Mattadóttur. Emil Þór Jóhannsson, betri helmingur Sylvíu, hefur undanfarin ár starfað í flugbransanum. Hann var starfsmaður WOW air en þurfti að leita á önnur mið þegar flugfélagið fór á hausinn árið 2019. Innan nokkurra mánaða höfðu þau Sylvía stofnað sitt eigið fyrirtæki en Emil sinnir nú daglegum rekstri þess, ásamt því að starfa hjá flugfélaginu PLAY. Þau Sylvía og Emil voru gestir í 25. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Var nýkomin úr sambandi og alls ekki í makaleit Í þættinum segja þau frá því þegar þau hittust fyrst á afmælisdegi Sylvíu árið 2012. „Ég hef aldrei fengið mér í glas að degi til og vinkona mín fór með mig niður á Ingólfstorg. Svo erum við að labba þarna við tvær og hittum þá Emma og frænda minn. Þeir voru í steggjun, þannig að hann var í dagdrykkju líka,“ segir Sylvía sem var á þessum tímapunkti nýkomin úr sambandi og var því ekki í makaleit. Emil leist hins vegar vel á Sylvíu og spurði frænda hennar hvort hún væri á lausu sem hún vissulega var. Hann fann þó á sér að hún væri ekki tilbúin í neitt alvarlegt. Þau töluðu saman í heila sex mánuði á samfélagsmiðlum áður en þau hittust aftur. „Hann var með taktík sko. Ég hef oft sagt frá því í Norminu að ég fíla höfnun. Málið er að hann var aldrei of mikið. Hann skildi spjallið alltaf eftir opið. Ég sagði eitthvað og hann svaraði ekkert fyrr en morguninn eftir og þá hélt spjallið áfram,“ segir Sylvía um það hvernig áhugi hennar kviknaði. Loksins kom að því að Emil bað Sylvíu um að hitta sig. Hún fann að hún var tilbúin til þess og ákvað að láta verða af því. En þegar hún var rétt ókomin heim til hans fékk hún skilaboð þess efnis að hann gæti ekki hitt hana í kvöld. Hún ákvað þá að hringja í bestu vinkonu sína. „Hann vill þig ekki og það er eitthvað að honum. Hættu að tala við hann núna,“ sagði vinkonan þá. Raunin var hins vegar sú að Emil hætti einungis við stefnumótið vegna þess að hann var svo hrikalega stressaður yfir því að fá loksins að hitta hana. Stuttu seinna varð þó af stefnumótinu og smullu þau saman eins og flís við rass. Fóru saman á tónleika á elliheimili á Flórída „Við erum ótrúlega ólík en hugsum samt svo líkt. Við erum með svipaða sýn á margt,“ segir Sylvía. Þau hafa til dæmis bæði brennandi áhuga á gamalli tónlist og segja þau frá skemmtilegum tónleikum sem þau fóru á á Flórída. „Við fórum í The Village sem er svona elliheimilaþorp þar sem við fórum á tónleika með The Platters. Það var allt fólkið þarna með hvítt hár og allir mættu á golfbílnum.“ Þrátt fyrir að hafa verið talsvert undir meðalaldri tónleikagesta skemmtu þau sér konunglega. „Ég elska Beyoncé og er búin að fara á þrenna tónleika með henni en þetta eru bestu tónleikar sem ég hef farið á!“ Þau Emil og Sylvía hlusta bæði mikið á gamla tónlist, ásamt því að hafa bæði áhuga á viðskiptum. Þá hafa þau einnig bæði mikinn metnað fyrir heimilisþrifum.Betri helmingurinn Bæði hafa þau einnig mikinn áhuga á viðskiptum og reka saman innflutningsfyrirtæki. Saman eiga þau tvo syni en segja fyrirtækið vera eins og þeirra þriðja barn. Þrátt fyrir að vera á ólíkum starfsvettvangi dagsdaglega njóta þau þess að vera í viðskiptum saman, því þar mætist þeirra sameiginlegi áhugi. Það var þó ekki alltaf dans á rósum í upphafi þegar þau voru að koma fyrirtækinu af stað með tvö lítil börn. „Við urðum bara að synda og mæta einhverju grjóthörðu fólki á markaði. Við fórum þarna á einn fund og ég var bara með litla strákinn minn framan á mér. Hann var voða góður en eitthvað aðeins farinn að væla. Svo bara ælir hann á miðjum fundinum,“ segir Sylvía. Í kjölfarið fékk öll fjölskyldan gubbupest og þurftu þau Emil og Sylvía að keyra út vörur heila helgi með strákana ælandi í bílnum. „Can you please turn around? We are naked!“ Í þættinum segja þau einnig frá óheppilegu stefnumóti sem þau fóru á í Seljavallalaug. Sylvía hafði verið á kafi í prófum þegar þau ákváðu að skella sér í bíltúr út úr bænum á þriðjudegi. Þau ákváðu að stoppa í Seljavallalaug en höfðu hins vegar ekki tekið nein sundföt með sér. En þar sem þau voru alein á svæðinu létu þau það ekki stoppa sig. „Heyrðu við erum þarna allsber þegar það kemur rúta af ferðamönnum. Mér leið eins og mig væri að dreyma. Ég svitnaði og hugsaði að við gætum ekki farið upp úr. Við vorum bara allsber og svo kom önnur rúta og allir komu út í til okkar.“ Nú voru góð ráð dýr og ákváðu þau að fela sig í gruggugu vatninu þar til allir væru farnir upp úr. Þau gerðu sér hins vegar fljótlega grein fyrir því að það væri enginn á leiðinni upp úr neitt bráðlega, heldur bættust aðeins fleiri og fleiri ferðamenn ofan í laugina. „Ég segi við Emma: „Nennirðu bara að taka þetta á þig og vera hetjan?“ og allt í einu stendur hann upp og segir: „Hey everybody! Can you please turn around? We are naked.“ Öll laugin sprakk úr hlátri og við löbbuðum þarna upp úr. Mér leið svo illa.“ Í þættinum ræða þau einnig fjölskyldulífið, rómantíkina, hlaðvarpsþáttinn Normið, sameiginlegan þrifáhuga og hvernig það breytti sambandinu þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sylvíu og Emil í heild sinni.
Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01 Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01
„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01
Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00