Álagstíminn orðinn að gæðastund í eldhúsinu Matseðill.is 11. október 2021 13:18 Lamba kebab með feta-agúrku jógúrtsósu Matseðill.is er nýr valkostur í heimsendum matarpökkum með hráefni í fjölbreyttar máltíðir. „Kvöldmatartíminn er orðinn að gæðastund sem allir á heimilinu taka þátt í og læra um leið að elda fjölbreytta rétti. Við heyrum það frá viðskiptavinum okkar að þeim finnst gaman að geta eldað með börnunum sínum sem þurfa ekki einu sinni að kunna að lesa til að geta hjálpað til, þau fylgjast bara með uppskriftinni í myndbandinu okkar, ýta á pásu og lýsa því sem á að gera næst“, segir Karitas Kjartansdóttir McCrann sem rekur fyrirtækið Matseðill ásamt Þorkatli Andréssyni matreiðslumanni, oftast kallaður Keli. Nýr valkostur með matarpökkum Matseðill er matreiðslufyrirtæki sem útbýr og sendir matarpakka heim að dyrum með hráefni í fjölbreyttar og góðar máltíðir sem fólk eldar sjálft heima. Uppskriftirnar að réttunum eru aðgengilegar á myndböndum á heimasíðunni þeirra sem Karítas segir að hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum og gert alla aldurshópa heimilisins spennta fyrir eldamennskunni. Sleppa búðarferð með þreytt börn Mottó Mateðils eru góðir réttir sem fljótlegt er að elda svo meiri tími skapist í samveru með fjölskyldunni. „Þegar við Keli hittumst fyrst þá er hann með eina eins árs og aðra 6 ára og ég með eins árs tvíbura. Við erum bæði mikið áhugafólk um mat og við vorum bæði í þeirri stöðu að sjá um kvöldmatinn á okkar heimilum. Hann var kominn aðeins af stað með þessa hugmynd og þetta small hjá okkur. Svaraði okkar eigin þörf á að einfalda lífið og taka út tímann í umferðinni, búðarferðina með þreytt börn og ná að rigga upp næringarríkri máltíð,“ segir Karítas. Nauta Enchilada með avókadó og pico de gallo. Í stað þess að þurfa að versla í matinn eftir langan vinnudag velja viðskiptavinir sér matarpakka sem hentar sínu heimili á Matsedill.is og fá hann sendan heim í hverri viku. Innblásturinn að réttunum er fenginn frá öllum heimshornum – meðal annars Ítalíu, Marokkó, Grikklandi, Mexíkó, Tælandi og Indlandi. Í boði er einnig barnamatseðill sem inniheldur þrjá einfalda rétti sem krökkum finnst góður og þarf einungis að hita upp. Þeim fylgir einnig box með ávöxtum og grænmeti sem búið er að skera niður, sem sparar tíma og fyrirhöfn. Óskir viðskiptavina skipta þau miklu máli og til að koma til móts við íslensk heimili, sem eru fjölbreytt og mismunandi samsett, er hægt að panta mismunandi skammtastærðir fyrir hvern dag. Þannig er hægt að panta fyrir fjóra einn daginn, tvo hinn og svo kannski átta þriðja daginn. Einnig er hægt að velja „Kassa vikunnar“ og þá sér Matseðill um að velja matarpakkann fyrir heimilið. Tómat- og basilpasta með milanese kjúklingi Framleiða matinn sjálf Matseðill fór í gang seinasta apríl og hafa viðtökurnar verið framar vonum. Mikil vinna er lögð í hráefni, krydd og marineringu af matreiðslumanninum Kela sem hefur margra ára reynslu úr veitingageiranum, meðal annars sem matreiðslumaður á Rok og Apótekinu. „Maturinn okkar er heimilislegur og fjölbreyttur í bragði. Við framleiðum matinn sjálf, sósur og marineringar, hummus, salöt, kimtchi og fleira,“ útskýrir Karítas. Það er ekki nóg með að allt sé útbúið af þeim heldur smíðuðu þau iðnaðareldhúsið sjálf. „Við fengum Önnu Svövu og Gylfa, eigendur Valdísar ísbúðar með okkur inn í fyrirtækið en Gylfi og Keli smíðuðu og flotuðu í sex mánuði með iðnaðarmönnunum meðan ég vann í heimasíðunni og sópaði gólfið. Svo fór allt í gang hjá okkur í apríl. Við skemmtum okkur mjög mikið í vinnunni og höfum lært mikið af þessu, til dæmis að taka myndir og klippa myndbönd. Við merkjum allar umbúðirnar sjálf og reynum að nota sem minnst af plasti og óþarfa pappír“ segir Karitas. Sósur og salöt eru framleidd frá grunni af þeim Karítas og Þorkeli. Sífellt eru að bætast við nýjir og spennandi réttir og nú til dæmis erum við að vinna að Ketó réttum sem munum koma á matseðilinn. Matseðillinn er í stöðugri þróun og segir Karitas að þau vilji leyfa viðskiptavinum að hafa áhrif. „Við bjuggum til dæmis til leik þar sem viðskiptavinir velja milli nokkurra hráefna og við búum svo til nýjan rétt úr þeim. Þannig getur fólk haft áhrif á matseðilinn. Fyrsti rétturinn sem við unnum með þessari aðferð er þegar kominn inn á síðuna og margar spennandi nýjungar framundan.“ Matarráð Matseðils - Miðjarðarhafskjúklingur með pasta skeljum. „Við bjuggum til dæmis til leik þar sem viðskiptavinir velja milli nokkurra hráefna og við búum svo til nýjan rétt úr þeim. Þannig getur fólk haft áhrif á matseðilinn." Nánari upplýsingar er að finna á matsedill.is Matur Hús og heimili Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Kvöldmatartíminn er orðinn að gæðastund sem allir á heimilinu taka þátt í og læra um leið að elda fjölbreytta rétti. Við heyrum það frá viðskiptavinum okkar að þeim finnst gaman að geta eldað með börnunum sínum sem þurfa ekki einu sinni að kunna að lesa til að geta hjálpað til, þau fylgjast bara með uppskriftinni í myndbandinu okkar, ýta á pásu og lýsa því sem á að gera næst“, segir Karitas Kjartansdóttir McCrann sem rekur fyrirtækið Matseðill ásamt Þorkatli Andréssyni matreiðslumanni, oftast kallaður Keli. Nýr valkostur með matarpökkum Matseðill er matreiðslufyrirtæki sem útbýr og sendir matarpakka heim að dyrum með hráefni í fjölbreyttar og góðar máltíðir sem fólk eldar sjálft heima. Uppskriftirnar að réttunum eru aðgengilegar á myndböndum á heimasíðunni þeirra sem Karítas segir að hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum og gert alla aldurshópa heimilisins spennta fyrir eldamennskunni. Sleppa búðarferð með þreytt börn Mottó Mateðils eru góðir réttir sem fljótlegt er að elda svo meiri tími skapist í samveru með fjölskyldunni. „Þegar við Keli hittumst fyrst þá er hann með eina eins árs og aðra 6 ára og ég með eins árs tvíbura. Við erum bæði mikið áhugafólk um mat og við vorum bæði í þeirri stöðu að sjá um kvöldmatinn á okkar heimilum. Hann var kominn aðeins af stað með þessa hugmynd og þetta small hjá okkur. Svaraði okkar eigin þörf á að einfalda lífið og taka út tímann í umferðinni, búðarferðina með þreytt börn og ná að rigga upp næringarríkri máltíð,“ segir Karítas. Nauta Enchilada með avókadó og pico de gallo. Í stað þess að þurfa að versla í matinn eftir langan vinnudag velja viðskiptavinir sér matarpakka sem hentar sínu heimili á Matsedill.is og fá hann sendan heim í hverri viku. Innblásturinn að réttunum er fenginn frá öllum heimshornum – meðal annars Ítalíu, Marokkó, Grikklandi, Mexíkó, Tælandi og Indlandi. Í boði er einnig barnamatseðill sem inniheldur þrjá einfalda rétti sem krökkum finnst góður og þarf einungis að hita upp. Þeim fylgir einnig box með ávöxtum og grænmeti sem búið er að skera niður, sem sparar tíma og fyrirhöfn. Óskir viðskiptavina skipta þau miklu máli og til að koma til móts við íslensk heimili, sem eru fjölbreytt og mismunandi samsett, er hægt að panta mismunandi skammtastærðir fyrir hvern dag. Þannig er hægt að panta fyrir fjóra einn daginn, tvo hinn og svo kannski átta þriðja daginn. Einnig er hægt að velja „Kassa vikunnar“ og þá sér Matseðill um að velja matarpakkann fyrir heimilið. Tómat- og basilpasta með milanese kjúklingi Framleiða matinn sjálf Matseðill fór í gang seinasta apríl og hafa viðtökurnar verið framar vonum. Mikil vinna er lögð í hráefni, krydd og marineringu af matreiðslumanninum Kela sem hefur margra ára reynslu úr veitingageiranum, meðal annars sem matreiðslumaður á Rok og Apótekinu. „Maturinn okkar er heimilislegur og fjölbreyttur í bragði. Við framleiðum matinn sjálf, sósur og marineringar, hummus, salöt, kimtchi og fleira,“ útskýrir Karítas. Það er ekki nóg með að allt sé útbúið af þeim heldur smíðuðu þau iðnaðareldhúsið sjálf. „Við fengum Önnu Svövu og Gylfa, eigendur Valdísar ísbúðar með okkur inn í fyrirtækið en Gylfi og Keli smíðuðu og flotuðu í sex mánuði með iðnaðarmönnunum meðan ég vann í heimasíðunni og sópaði gólfið. Svo fór allt í gang hjá okkur í apríl. Við skemmtum okkur mjög mikið í vinnunni og höfum lært mikið af þessu, til dæmis að taka myndir og klippa myndbönd. Við merkjum allar umbúðirnar sjálf og reynum að nota sem minnst af plasti og óþarfa pappír“ segir Karitas. Sósur og salöt eru framleidd frá grunni af þeim Karítas og Þorkeli. Sífellt eru að bætast við nýjir og spennandi réttir og nú til dæmis erum við að vinna að Ketó réttum sem munum koma á matseðilinn. Matseðillinn er í stöðugri þróun og segir Karitas að þau vilji leyfa viðskiptavinum að hafa áhrif. „Við bjuggum til dæmis til leik þar sem viðskiptavinir velja milli nokkurra hráefna og við búum svo til nýjan rétt úr þeim. Þannig getur fólk haft áhrif á matseðilinn. Fyrsti rétturinn sem við unnum með þessari aðferð er þegar kominn inn á síðuna og margar spennandi nýjungar framundan.“ Matarráð Matseðils - Miðjarðarhafskjúklingur með pasta skeljum. „Við bjuggum til dæmis til leik þar sem viðskiptavinir velja milli nokkurra hráefna og við búum svo til nýjan rétt úr þeim. Þannig getur fólk haft áhrif á matseðilinn." Nánari upplýsingar er að finna á matsedill.is
Matur Hús og heimili Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira