Vilja öryggisúttekt á frágangi vegræsa eftir banaslys á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 19:34 Loftmynd af vettvangi. Örin sýnir hvar bifreiðin fór út af veginum. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að framkvæmd verði öryggisúttekt á frágangi vegræsa og að hönnun þeirra verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis vegfarenda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis. Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis.
Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15