Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 11:06 Skyggnið yfir bensíndælunum er 254 fermetrar. Það er úr stáli og timbri, Vísir/Vilhelm Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins. Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin. Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin.
Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira