Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:01 arni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. „Við höfum verið að kalla til okkar gögn og setjast yfir þau. Ræða saman heiðarlega um skoðanamun í einstökum málum og reyna að finna lausn á þeim,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði það taka nokkra daga og vera nauðsynlega forsendu nokkurra ára samstarfs. Hvað eru erfiðustu málin? Eru það miðhálendisþjóðgarður, vindmyllugarður, rammaáætlun og þessi mál? „Þetta eru allt dæmi um mál sem að gerðist lítið með á síðasta kjörtímabili. Við getum horft til þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið samþykkt rammaáætlun hér frá 2013, sem er alveg þvert á öll lög og gengur ekki upp. Við verðum að komast upp úr því fari,“ sagði Bjarni. Ekki strand á virkjunum Hann sagði lausnir þurfa og að einnig þurfi að ræða miðhálendisþjóðgarðinn og horfast í augu við að stjórnarflokkarnir hafi ekki verið sammála um það á síðasta kjörtímabili. Bjarni sagði það ekki gagnast neinum að leggja það mál aftur óbreytt á borðið og þverskallast við. „Þetta eru dæmi um mál, já, sem við höfum haft þörf fyrir að ræða,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræðurnar ekki stranda á mögulegum virkjunum. „Ef við ætlum að fara í alvöru orkuskipti, þá þarf orku. Það þarf græna orku,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þess vegna væri Sjálfstæðismönnum mikið í mun að reyna að slípa til ferla og fækka flöskuhálsum í hinu opinbera kerfi sem komi í veg fyrir að árangur náist í orkuskiptum. Hann sagði skaða af því hve rammaáætlun hefði tafist lengi. Spenntir fyrir heilbrigðismálunum Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn spenntan fyrir heilbrigðismálum hér á landi. Þar væru gríðarleg sóknartækifæri og málaflokkurinn væri gríðarlega þýðingarmikill sem um fjórðungur ríkisútgjalda færi til. „Risaráðuneyti, stór málaflokkur, þungur og erfiður. En, jájá, við sjáum alveg fyrir okkur að geta sinnt honum á næsta kjörtímabili,“ sagði Bjarni. Hann sagði engum þó hafa verið stillt upp við vegg. Það væri ekki enn komið að því að ræða útdeilingu einstakra ráðuneyta. Bjarni sagðist ekki geta svarað spurningu um hve langt sé til lands í viðræðunum. Hins vegar væru þau að reyna að nýta hvern dag vel. „Erum ekki að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins“ Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn tók Bjarni undir að það væri óvanalegt mál og þá sérstaklega svo snemma í kjölfar kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar ekki átt frumkvæði að því. „Skilin við Miðflokkinn eru hins vegar eitthvað sem hann hefur verið að gera grein fyrir og mér finnst hann hafa gert það vel,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist ekki nægilega vel að sér um skoðanir Birgis um einstaka mál til að geta verið með yfirlýsingar um það hvort afstaða hans til málefna LGBT-fólks, þungunarrofs og annarra ætti sér rúm í Sjálfstæðisflokknum. „Hann kemur inn í okkar hóp og þarf að starfa í okkar þingflokki, samkvæmt þeim stefnumálum sem við höfum sett á dagskrá. Við erum ekki að fara að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins ef fólk hefur áhyggjur af því.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Við höfum verið að kalla til okkar gögn og setjast yfir þau. Ræða saman heiðarlega um skoðanamun í einstökum málum og reyna að finna lausn á þeim,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði það taka nokkra daga og vera nauðsynlega forsendu nokkurra ára samstarfs. Hvað eru erfiðustu málin? Eru það miðhálendisþjóðgarður, vindmyllugarður, rammaáætlun og þessi mál? „Þetta eru allt dæmi um mál sem að gerðist lítið með á síðasta kjörtímabili. Við getum horft til þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið samþykkt rammaáætlun hér frá 2013, sem er alveg þvert á öll lög og gengur ekki upp. Við verðum að komast upp úr því fari,“ sagði Bjarni. Ekki strand á virkjunum Hann sagði lausnir þurfa og að einnig þurfi að ræða miðhálendisþjóðgarðinn og horfast í augu við að stjórnarflokkarnir hafi ekki verið sammála um það á síðasta kjörtímabili. Bjarni sagði það ekki gagnast neinum að leggja það mál aftur óbreytt á borðið og þverskallast við. „Þetta eru dæmi um mál, já, sem við höfum haft þörf fyrir að ræða,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræðurnar ekki stranda á mögulegum virkjunum. „Ef við ætlum að fara í alvöru orkuskipti, þá þarf orku. Það þarf græna orku,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þess vegna væri Sjálfstæðismönnum mikið í mun að reyna að slípa til ferla og fækka flöskuhálsum í hinu opinbera kerfi sem komi í veg fyrir að árangur náist í orkuskiptum. Hann sagði skaða af því hve rammaáætlun hefði tafist lengi. Spenntir fyrir heilbrigðismálunum Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn spenntan fyrir heilbrigðismálum hér á landi. Þar væru gríðarleg sóknartækifæri og málaflokkurinn væri gríðarlega þýðingarmikill sem um fjórðungur ríkisútgjalda færi til. „Risaráðuneyti, stór málaflokkur, þungur og erfiður. En, jájá, við sjáum alveg fyrir okkur að geta sinnt honum á næsta kjörtímabili,“ sagði Bjarni. Hann sagði engum þó hafa verið stillt upp við vegg. Það væri ekki enn komið að því að ræða útdeilingu einstakra ráðuneyta. Bjarni sagðist ekki geta svarað spurningu um hve langt sé til lands í viðræðunum. Hins vegar væru þau að reyna að nýta hvern dag vel. „Erum ekki að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins“ Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn tók Bjarni undir að það væri óvanalegt mál og þá sérstaklega svo snemma í kjölfar kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar ekki átt frumkvæði að því. „Skilin við Miðflokkinn eru hins vegar eitthvað sem hann hefur verið að gera grein fyrir og mér finnst hann hafa gert það vel,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist ekki nægilega vel að sér um skoðanir Birgis um einstaka mál til að geta verið með yfirlýsingar um það hvort afstaða hans til málefna LGBT-fólks, þungunarrofs og annarra ætti sér rúm í Sjálfstæðisflokknum. „Hann kemur inn í okkar hóp og þarf að starfa í okkar þingflokki, samkvæmt þeim stefnumálum sem við höfum sett á dagskrá. Við erum ekki að fara að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins ef fólk hefur áhyggjur af því.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58
Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51