„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. „Eins og ég sagði hérna í upphafi þá mætti gera ráð fyrir að þetta tæki nokkrar vikur og ég hugsa að það verði raunin,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún var spurð að því hvort hún væri bjartsýn á að viðræðurnar tækjust, með tilliti til áherslumunar milli flokkanna. „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna. Viðræðurnar snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru svo með sínar kosningaáherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki,“ sagði Katrín. Hún sagði því ekkert óeðlilegt að þetta tæki sinn í tíma. Varðandi það að ekki hefði verið samþykkt ný rammaáætlun frá 2013 sagði Katrín það liggja fyrir að þriðji áfangi hefði ekki verið afgreiddur af þinginu. Samkvæmt lögum ætti að afgreiða rammaáætlun á fjögurra ára fresti. „Það er alveg ljóst að þetta hefur tekið lengri tíma og það má heldur ekki gleyma því að það var ýmislegt sem tafði á síðasta kjörtímabili. Að sjálfsögðu þurfum við að ræða þetta.“ Katrín gat ekki sagt til um hvenær búið yrði að ræða möguleg ágreiningsmál svo hægt væri að hefja það að skrifa stjórnarsáttmála. þau væru ekki að ræða saman í ákveðinni tímalínu þar sem fyrst væri rætt um ágreiningsmál og svo um framtíðina. Allt væri rætt saman í bland. „Mér finnst þessu hafa miðað ágætlega, ef satt skal segja.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að á sínum bæ væri fólk tilbúið til að taka við heilbrigðisráðuneytinu, þó þess hefði ekki verið krafist. Sjá einnig: Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Heilbrigðisráðuneytinu er nú stýrt af Vinstri grænum og aðspurð um hvort flokkurinn væri tilbúinn að sleppa því sagði Katrín að svo gæti farið að breytingar yrðu gerðar á ráðuneytum. „Þetta snýst auðvitað ekki um það að einhver flokkur sleppi ráðuneyti og annar sækist eftir því,“ sagði Katrín. „Mér hefur nú heyrst að allir þessi flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði, ef ekki öll. Skipting ráðuneyta og mögulegur tilflutningur verkefni yrði rætt síðar. „Þetta er það sem kemur síðast í svona samtali.“ Hún sagði engar viðræður við aðra flokka eiga sér stað á meðan þessar viðræður standa yfir. Aðspurð um færslu Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn ítrekaði Katrín að henni þætti sérkennilegt að vistaskipti sem þessi gerðust svo snemma eftir kosningar. Vinstri grænir hafi lent í því að þingmenn hafi gengið úr þeirra flokki og til liðs við aðra. Það hefði gerst nokkrum sinnum en það hefði yfirleitt verið á miðju kjörtímabili og vegna einhverra tiltekinna mála. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Sjálfstæðisflokkurinn bauð Ernu velkomna í flokkinn á laugardag Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. 12. október 2021 10:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
„Eins og ég sagði hérna í upphafi þá mætti gera ráð fyrir að þetta tæki nokkrar vikur og ég hugsa að það verði raunin,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún var spurð að því hvort hún væri bjartsýn á að viðræðurnar tækjust, með tilliti til áherslumunar milli flokkanna. „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna. Viðræðurnar snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru svo með sínar kosningaáherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki,“ sagði Katrín. Hún sagði því ekkert óeðlilegt að þetta tæki sinn í tíma. Varðandi það að ekki hefði verið samþykkt ný rammaáætlun frá 2013 sagði Katrín það liggja fyrir að þriðji áfangi hefði ekki verið afgreiddur af þinginu. Samkvæmt lögum ætti að afgreiða rammaáætlun á fjögurra ára fresti. „Það er alveg ljóst að þetta hefur tekið lengri tíma og það má heldur ekki gleyma því að það var ýmislegt sem tafði á síðasta kjörtímabili. Að sjálfsögðu þurfum við að ræða þetta.“ Katrín gat ekki sagt til um hvenær búið yrði að ræða möguleg ágreiningsmál svo hægt væri að hefja það að skrifa stjórnarsáttmála. þau væru ekki að ræða saman í ákveðinni tímalínu þar sem fyrst væri rætt um ágreiningsmál og svo um framtíðina. Allt væri rætt saman í bland. „Mér finnst þessu hafa miðað ágætlega, ef satt skal segja.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að á sínum bæ væri fólk tilbúið til að taka við heilbrigðisráðuneytinu, þó þess hefði ekki verið krafist. Sjá einnig: Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Heilbrigðisráðuneytinu er nú stýrt af Vinstri grænum og aðspurð um hvort flokkurinn væri tilbúinn að sleppa því sagði Katrín að svo gæti farið að breytingar yrðu gerðar á ráðuneytum. „Þetta snýst auðvitað ekki um það að einhver flokkur sleppi ráðuneyti og annar sækist eftir því,“ sagði Katrín. „Mér hefur nú heyrst að allir þessi flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði, ef ekki öll. Skipting ráðuneyta og mögulegur tilflutningur verkefni yrði rætt síðar. „Þetta er það sem kemur síðast í svona samtali.“ Hún sagði engar viðræður við aðra flokka eiga sér stað á meðan þessar viðræður standa yfir. Aðspurð um færslu Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn ítrekaði Katrín að henni þætti sérkennilegt að vistaskipti sem þessi gerðust svo snemma eftir kosningar. Vinstri grænir hafi lent í því að þingmenn hafi gengið úr þeirra flokki og til liðs við aðra. Það hefði gerst nokkrum sinnum en það hefði yfirleitt verið á miðju kjörtímabili og vegna einhverra tiltekinna mála.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Sjálfstæðisflokkurinn bauð Ernu velkomna í flokkinn á laugardag Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. 12. október 2021 10:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24
Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21
Sjálfstæðisflokkurinn bauð Ernu velkomna í flokkinn á laugardag Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. 12. október 2021 10:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent