Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 19:00 Vísir/Arnar Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira