„Óneitanlega svolítið sérstakt að byrja gegn Real Madrid“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 11:31 Ásmundur stekkur beint út í djúpu laugina gegn Real Madrid í kvöld. vísir/vilhelm Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, viðurkennir að það sé nokkuð sérstakt að stýra liðinu í fyrsta sinn gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira