Útlit fyrir 8,2 milljarða hagnað hjá Arion banka Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 14:47 Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Vísir/vilhelm Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung hagnaðist bankinn um 8,2 milljarða króna og er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17%. Afkoman er umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila en bankinn hagnaðist um 4,0 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020. Rekstrartekjur fjórðungsins námu um 15 milljörðum króna en þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi, það er hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, um 12,7 milljarðar króna. Hækka þær um 7,5% frá þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,6 milljörðum króna og hækkar um tæp 7% frá sama tímabili árið 2020. Uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og kunna tölur því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 27. október næstkomandi. Hreinar fjármunatekjur tvöfölduðust Hreinar þóknanatekjur Arion banka námu 3,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma 2020. Er aukningin sögð mest í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Hreinar fjármunatekjur námu 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma 2020. Virðisbreyting útlána var jákvæð um 0,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 1,3 milljarða króna og tengdist að mestu óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Jákvæð afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2021 samanborið við neikvæð áhrif upp á 1,0 milljarð króna á sama fjórðungi 2020. Tekjuskattshlutfall fjórðungsins er 20% og kostnaðarhlutfall er um 38%. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43 Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Rekstrartekjur fjórðungsins námu um 15 milljörðum króna en þar af eru tekjur af kjarnastarfsemi, það er hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, um 12,7 milljarðar króna. Hækka þær um 7,5% frá þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur um 5,6 milljörðum króna og hækkar um tæp 7% frá sama tímabili árið 2020. Uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og kunna tölur því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 27. október næstkomandi. Hreinar fjármunatekjur tvöfölduðust Hreinar þóknanatekjur Arion banka námu 3,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma 2020. Er aukningin sögð mest í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Hreinar fjármunatekjur námu 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 0,7 milljarða króna á sama tíma 2020. Virðisbreyting útlána var jákvæð um 0,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 1,3 milljarða króna og tengdist að mestu óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins. Jákvæð afkoma af eignum til sölu var um 0,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2021 samanborið við neikvæð áhrif upp á 1,0 milljarð króna á sama fjórðungi 2020. Tekjuskattshlutfall fjórðungsins er 20% og kostnaðarhlutfall er um 38%.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43 Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. 28. júlí 2021 15:43
Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44
Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17