Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 20:16 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður Fagráðs í bráðahjúkrun. Vísir/Adelina Antal Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45