Aðeins tæplega 12% telja að kjósa ætti aftur á landsvísu. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en munur er á afstöðu fólk eftir kyni.
Samkvæmt könnunni telja konur frekar en karlar að fyrri talning ætti að gilda á meðan karlar telja frekar að kjósa ætti aftur á öllu landinu.
Fólk yfir fertugu telur frekar en yngra fólk að seinni talning atkvæða ætti að gilda en fólk sem kaus Miðflokkinn eru líklegast til að telja bestu lausnina þá að fyrri talning atkvæða gildi eða 42%. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru ólíklegastir til þess en 5% þeirra telja að fyrri talning ætti að gilda.

Sósíalistar hlynntastir endurkosningu á landsvísu
Kjósendur Samfylkingarinnar telja helst að kjósa ætti aftur í Norðvesturkjördæmi, en nær 45% þeirra telja það, og næst koma kjósendur Flokks fólksins, eða nær 41%. Þar á eftir koma kjósendur Sósíalistaflokks Íslands með nær 38% og Pírata með rúmlega 37%
Kjósendur Sósíalistaflokksins telja helst að kjósa ætti aftur á landsvísu en rúmlega 37% þeirra eru á því. Fæstir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja það, eða innan við 1%.
Fram kom í nýlegri könnun Maskínu að tæpur fjórðungur landsmanna treysti niðurstöðum Alþingiskosninganna illa.
30 prósent svarenda treysti niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa.
Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa.
