Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Árni Sæberg skrifar 15. október 2021 18:09 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu. Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent