Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 12:40 Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen Samsett Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu. WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira
Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu.
WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira