Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 17:22 Theódór Skúli Sigurðsson er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira