Aðgerðir gegn kulnun og streitu hjá kennurum – strax! Magnús Þór Jónsson skrifar 17. október 2021 12:00 Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun