Kennarar höfum hátt! Davíð Sól Pálsson skrifar 17. október 2021 14:31 Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar